Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
16.09.2010 19:09Hrútasýning veturgamla á Mýrum 15 septJæja það fór vel fram hrútasýninginn á Mýrum í gær og var þar saman komnir bestu veturgömlu hrútarnir á svæðinu. Það var vel mætt og mikill spenningur að fylgjast með stigun og þukkli hjá reyndum mönnum. Það var svo kjötsúpa að hætti Dóru og brauð með eggi úr búinu hans Bárðar og var það allveg til fyrirmyndar. Það var svo farið í úrslitin og var byrjað á kollóttu hrútunum og var það Gunnar á Kolgröfum sem skipaði fyrsta sæti þar og Óli Tryggvar í öðru en svo átti Gunnar á Kolgröfum líka þann sem var í þriðja. Í flokki hyndra hrúta var Óttar í fyrsta sæti með hrút sem var 87 stig og með 19 í læri feikilega góð skepna. Í öðru sæti var Moli frá okkur sem ég fékk hjá Önnu og Jón Bjarna og í þriðja sæti var Óli á Mýrum. Í flokki mislitra var hrúturinn Uppi sem vann í fyrra lambhrútasýningu mislitra í fyrsta og er í eigu Lalla. Í öðru sæti var Jensína og Andrés með hosóttan hrút. Í þriðja sæti var svo hann Rambó sem er í eigu okkar. ![]() Vinningshafar í kollótta flokkinum. ![]() Óttar með vinningshrútinn í hyrnda flokknum. Hann heitir Morgunn. ![]() Hér er til hægri hrúturinn hans Lalla í fyrsta sæti og Jensína í öðru sæti og Emil með Rambó í þriðja sæti. ![]() Ég varð að fá eina mynd af mér með Rambó sem stóð sig svo vel. Þ/F 100 kíló fótl 124, ómv 37 ómf 6,5 lag 4,5. Hér er stigunin á honum. 8 8,5 8,5 9 8,5 læri 17,5 ull 7 fætur 8 samr 9 alls 84 stig. ![]() Hér er svo mynd af Mola sem var í öðru sæti. Hér er stigunin á honum. 8 9 8,5 9 9 læri 18,5 ull 7,5 fætur 8 samr 8 alls 85,5. Þ/F 91 kíló,fótl 117, ómv 36 ómf 6,2 lag 4,5. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is