Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
21.09.2010 14:06Smölun 18 septJæja það var smalaður Höfðinn á föstudaginn og gekk það mjög vel. Það var Ég, Maja og Snorri sem fórum og Bárður kom einnig og fylgdist með. En auðvitað gekk ekki allt að óskum því ein rolla og lamb gáfust upp niður í Búlandi og urðum við að skilja þau eftir. Það var svo mikill spenningur að reka inn og kíkja á lömbin en úr því að við vorum svo tímalega í því ákváðum við að taka hlíðina líka því þar er allveg slatti af fé og fór Maja og Óli upp í hlíð að sækja það og Bói fór upp og rak eina niður sem var allveg upp í klettum fyrir ofan Mávahlíð og stóð hann svo fyrir þegar þau komu með hitt féið. Þetta gekk allt saman allveg eins og í sögu og þær skiluðu sér allar heim sem voru þar. Á laugardaginn var svo ferðinni heitið upp í Urðir og að Kaldnasa og fóru Maja og Óli þangað enda í þrusu formi. Bói og Emil fóru í að laga girðinguna svo þetta myndi haldast inni og fóru svo með Snorra á fjórhjólinu að ná í Doppu og lambið sem urðu eftir í gær inn í Höfða. Ég Siggi og Hannes fórum upp í Tungufell og þaðan upp í Svartbakafell og var það býsna erfitt ég hélt ég væri í góðu formi eftir allar þessar gönguferðir með Benóný en svo virtist ekki vera þegar maður fer í 3 tíma göngu án þess að stoppa og átti maður eftir að labba nokkra tima í viðbót á leiðinni niður. Ég var allavega allveg kolsveitt en maður hafði samt sem áður bara gott af þessu svo fóru Siggi og Hannes ofar og ég fékk smá pásu til að hvíla mig þegar ég fór neðar og beið eftir að þeir kæmust upp fyrir rollurnar. Gerða í Tungu tók svo á móti okkur með kaffi ,kökum og kræsingum sem voru vel þegnar eftir langann göngutúr. Eftir það var spenningurinn orðinn svo mikill að það var rekið inn og farið að skoða og þukkla og því næst vigtað allt saman. Það voru nú ekki margar rollur frá okkur þarna því þegar við vorum búnað reka inn kom í ljós að það voru 20 frá Knörr og Litla Kambi og svo var einnig frá Óla á Mýrum,Geirakoti,Gaul,Ólafsvík,Hellissandi og meira segja frá Agnari í Stykkishólmi. ![]() Hér eru stóru pungarnir hennar Ronju sem fæddust 20 Mars enda eru hornin ekkert smá stór hjá þeim en þeir fengu nöfnin Beggi og Pakas á sauðburðinum. Ég hafði miklar væntingar um þá þeir eru undan Prúð hans Sigga og fæddust þrílembingar en einn drapst í fæðingu. Mér var þá sagt að svona fyrirburðar lömb væru oft slakari en hin því þau eru svo snemm fædd að þau fara að leggja fyrr af og þá er ekki eins gott að taka á þeim eins og hinum þannig að það verða kanski ekki neinar væntingar með þau sem fæddust svona snemma. Það kom nú svo í ljós að annar hrúturinn er gallaður hann er með trönu svo það verður ekkert úr skoðun á honum. ![]() Hérna er hann Móri sem er undan Þrumu og Bjarka hans Gumma, það verður gaman að vita hverning hann kemur út. Það er einnig mórauð gimbur á móti honum. ![]() Hérna er hún Hlussa með hrútana sína undan Topp sem voru á seinna gangmáli og fæddust ekki fyrr en 30 maí svo það er mikill munur á þeim og hrútunum sem fæddust í mars. En mér til mikilllar sorgar fór ég rúnt inn eftir í dag og var þá annar þeirra búnað vera afvelta út á túni og var steindauður og helvítis hrafninn náttúrulega búnað fara í hann og plokka augun og gera gat á magann þeir eru svo fljótir að finna þetta uppi. Já útlitið er frekar svart þessa dagana það vantaði hrútinn undan Vafa hjá Aríel og svo vantar örugglega eina gimbur undan Hrímu hvíta sem ég ætlaði að skipta við Bóa á og hann fengi mína mórauðu en hann fær hana en ég verð bara finna einhverja aðra en svona gengur þetta það er ekki alltaf hægt að fá allt sem maður vill. Já til að bæta gráu ofan á svart þá náði Bói rjúpna unga sem hann var búnað vera með hjá hænunum og var aldeilis lukkulegur með hana en nei þá var hún dauð þegar hann kom til baka þegar við vorum búnað smala hafði kramist einhverstaðar á milli. ![]() Það verður auðvitað að fylgja smá vandamál í smölun og festist einn bílinn sem var með kerruna til að ná í rollu sem gafst upp og var þá bara reddað því og dró Hannes á Leirárgörðum Emil upp svo það vandamál var fljótt úr sögunni. Hér má svo sjá Óla ,Snorra og Bóa aðstoða. ![]() Hér er Bói og Siggi að halda kindinni sem gafst upp. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is