Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
09.10.2010 23:41Enn bætist í ásettninginnÉg fór á Fáskrúðarbakka í dag með Emil og Bárði og var Bárður búnað tala við Kristján um að fá að taka frá botnótta gimbur fyrir mig og var ég rosalega montin að fá að kaupa svona fallega gimbur og það með 18 í læri því það er ekk mikið um að menn tími að selja það. Þetta er líka litur sem mig hefur alltaf vantað og langað í svo ég er allveg í skýjunum með gripinn. Það styttist óðum í Héraðshrútasýninguna en ég á reyndar enga lambhrúta til að fara með í ár því ég seldi 2 bestu hrútana og slátraði svo rest. Það var reyndar einn frá Maju systir undan Golsa sem stigaðist 85 stig en hann er bara svo skyldur hinum að það tók sig engan veginn að setja hann á svo hann endaði bara á góðum stað í kistunni hjá henni. Ég tók svo rúnt um daginn og tók betri myndir af Huldu og Móheiði en náði þó ekki mynd af honum Skugga hrútnum hans Emils en ég tók mynd af hrútnum hans Óskars í Bug en reyndar ekki nógu góða mynd en það verður bara næst. ![]() Hér er svo nýjasta gimbrin mín, hún er með 18 í læri og er undan sæðishrútnum Grábotna. Ég er enn að melta hvort ég skíri hana Botnleðju, Emil datt það í hug og ég hló mikið en ég verð nú að viðurkenna að það er helvíti frumlegt nafn og það er örugglega engin sem á kind með því nafni. ![]() Það er ekki mikið varið í þennan Zetor sem Bói er búnað rífa niður í frumeindir. ![]() Móheiður módel stillti sér vel upp þegar ég tók mynd af henni. ![]() Og það gerði hún Hulda líka og eru þær alltaf tvær saman eins og samlokur. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is