Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
15.10.2010 20:27Benóný í október og Skuggi.Jæja nú líður að hrútasýningu á Hjarðafelli og fór ég að reka inn með Sigga í Tungu svo hann gæti gert lambhrútana sína 2 fína fyrir sýninguna hann er með einn undan Vafa og annan undan Svarta kveiksyninum hans Hreins og eru þeir báðir mjög fallegir. Við eigum aftur á móti enga hrúta til að fara með í ár en það verður samt voða gaman að fara. Óskar ætlar líka að fara með kollótta hrútinn sinn sem hann keypti á Hjarðafelli og Gummi og Marteinn með sína svo þetta verður svaka stuð. Ég náði svo loksins myndum af honum Skugga hans Emils, kollótta hrútnum sem hann fékk hjá Eiríki. ![]() Hér er gersemið hans Emils hann Skuggi hvítur og fallegur. Benóný er allveg að tapa sér í gleðinni að tæta og er allveg að gera mömmu sína gráhærða það eru sko allir skápar tæmdir í eldhúsinu og tætt út um allt gólf en já auðvita á að vera löngu búið að setja læsingar en það dregst alltaf. Stofan er í mestu hættunni því þar er sko bara farið og rifið kubbana út úr arininum og kastað út á gólf og rispað nýja parketið ARRRRGGG og þó að maður öskri og skammist þá hlær litla óvargadýrið bara og setur prakkarasvip og æsist en þá meira til að gera þetta aftur. Hann fer svo í grímurnar upp á vegg og sveiflar þeim til og frá eins og ekkert sé og á meðan tek ég allveg andköf og hleyp inn í stofu og ríf hann frá en nei það þýðir ekkert hann fer bara aftur og hlær og hlær þetta er allveg agalegt ástand ![]() ![]() ![]() ![]() Engillinn hennar mömmu sinnar í orðsins bestu merkingu með prakkara svipinn.... Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is