Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
27.10.2010 09:59Smalað og heimt rollurnar sem voru taldar af.Það er skondið að segja frá því að Siggi var nýbúnað skrá Sif og Stigg vantar af fjalli og búinn að telja þær af en fékk sér svo göngu og viti menn hann fann ekki bara þær heldur var slatti af kindum lengst upp í Felli og langt fyrir ofan Urðir allveg í snjónum og fékk hann Maju og Óla til liðs við sig og komu þau þessu öllu niður og leyndust þar tvæfættlur frá Óla á Mýrum 3 og eitt lamb og svo var ein frá Gaul með lambi og svo þessi sem er búnað halda til í Fögruhlíðatúninu frá Friðgeiri á Knörr. Hún ætlaði ekki að gera okkur þetta auðvelt fyrir því hún var komin allveg að hliðinu þegar hún tók upp á því að hlaupa upp í hlíð aftur og stökkva á girðingu og náðist hún er lömbin voru þá eftir og hljóp Óli gimbrina uppi þangað til hún stökk inn í girðingu. Hrúturinn annars vegar leitaði alltaf hærra upp þó svo að ég og Maja vorum sitt hvoru megin við hann og reyndum að komast upp fyrir hann en hann fór alltaf hærra og hærra og var kominn upp í kletta og þá bættist Óli í leikinn og náði að komast upp fyrir hann og á meðan hélt ég að hann færi og labbaði næstum niður aftur en nei þá kom hann aftur til baka svo ég hunskaðist upp aftur og labbaði á móti Maju og en hélt kvikindið áfram niður hlíðina og í áttina að Tröð en á endanum náði Maja að stökkva á hann og ná honum. Maja og Siggi teymdu hann svo á milli sín niður að Tröð og þar var Emil með kerruna og var honum hent inn. ![]() Maja búnað handsama villinginn. ![]() Maja og Siggi teymdu hann svo á milli sín niður. ![]() Sif gamla var sko ekki dauð úr öllum æðum því hún tók náttla upp á alls kyns kúnstum eins og henni einni er lagið og stökk út í á og hvað eina en endaði náttla bara á einn veg að hún gafst upp og fékk far með kerrunni heim. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is