Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

03.11.2010 09:32

Ásettningsgimbrarnar hjá Bárði og Sigga í Tungu.

Jæja ég fór á dögunum að heimsækja Bárð að Hömrum og skoðaði hjá honum ásettningsgimbrarnar sem er afar fallegur hópur 30 talsins já það er sko almennilegt ég væri sko allveg til í að fá að setja svona margar á en þegar allt er í vafa með jörðina hjá mér og hversu lengi við fáum að vera með rollurnar er það ekki hægt. En aftur að gimbrunum. Bárður er með svakalega vel gefin hóp margar sæðisgimbrar sem má nefna undan Freyði, Hróa, Raft og Grábotna. Því næst fórum við svo í heimsókn út í Tungu og skoðuðum ásettningin þar sem er ekki síðri flottur þar eru 4 gimbrar hver annari fallegri og var Svarti hrúturinn hans Hreins undan Kveik að gefa svaka þunga í lömbin þar má nefna 2 hrúta undir einn rollu báðir yfir 60 kíló og voru lömbin líka ákaflega bollöng og vel gerð. Ég held að Siggi setji 2 gimbrar á undan honum og einn hrút gráan sem heitir Gráni og er hann afskaplega langur og flottur. Hann er einnig með hrút undan Vafa hans Eiríks sem er mjög fallegur. Það eru svo fullt af myndum í myndaalbúminu bæði af gimbrunum hans Bárðar og Sigga svo endilega njótið þess að skoða.

Hér er ein sem ég var allveg svakalega hrifin af hjá Bárði ég held að hún sé undan Hróa annars leiðréttir Bárður mig bara í athugasemd ef svo er ekki.
Hér er svo Gráni hans Sigga og eins og myndin gefur til kynna er hann afar falleg og bollöng skepna.


Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar