Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.11.2010 10:38

Senn líður að sæðingum.

Mig langaði að deila hérna fróðleiksmolum sem eru í hrútaskránni í sambandi við sæðingar. Hrútaskránna 2010 er svo hægt að nálgast á buvest.is. Blaðið kemur svo út eftir helgi svo spenningurinn magnast og þetta verður blaðið sem maður sofnar með á næstunni upp í rúmi he he emoticon

Til þess að ná sem hæstu fanghlutfalli í sauðfjársæðingum er mælt með eftirfarandi aðferð:
Daginn áður en á að sæða er farið í húsin fyrir hádegi og athugað hvaða ær eru blæsma. Þær ær sem þá eru að ganga verður
of seint að sæða.
Seint kvöldið áður eða snemma daginn sem á að sæða eru teknar til þær ær sem á að sæða og þær settar sér í stíu nærri
hrútunum. Það ættu að líða 6-20 klst. frá því að ærnar eru valdar þangað til þær eru sæddar. Þessi háttur er svo hafður á alla
dagana sem sætt er.
Þegar kemur að sæðingunum er gott að vera búinn að gefa á garðann svo ærnar séu rólegar og fjárhirðirinn ætti að fara einn
með sæðingamanninum í húsin. Hiti í húsunum ætti að vera rétt fyrir ofan frostmark. Sæðinguna ætti svo að framkvæma í góðu
ljósi án þess að ærnar séu dregnar eða reknar til í húsinu. Forðist að neinir aðrir en sæðingamaðurinn og fjárhirðirinn séu að
þvælast í fénu. Það hefur sýnt sig skila mjög bættum sæðingaárangri að hafa hrút í nálægð við ærnar þegar sætt er.

Ég kynnti mér líka hvenær yrði haldið sauðfjársæðingarnámskeið ef menn hafa áhuga á því.

Sauðfjársæðinganámskeið verður haldið að Hesti í
Borgarfirði þriðjudaginn 30. nóv. nk. og hefst kl. 13.00.
Skráning fari fram hjá Lbhí í s.433 5000 / 433 5033 og /
eða á endurmenntun@lbhi.is. Einnig á skrifstofu BV í s.
437-1215. Skráningarfrestur er til 25. nóvember.

Fékk þessar uppýsingar allar inn á Búvest.is 
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar