Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
14.11.2010 00:24Heimsókn hér og þar í fjárhúsinJæja þá er maður búnað fara smá leiðangur og skoða og taka myndir í fjárhúsunum hjá hinum bændunum. Ferð okkar byrjaði hjá Viðari og Steina sem eru með rollurnar sínar hjá Sæmundi út á Rifi og það var mjög gaman að skoða þar. Þeir eru með harðplastaðar jöturnar sem er ekkert smá sniðugt upp á sópa og þrífa enda er Viðar snillingur á þessu sviði. Það eru svo myndir af þessu í albúmi og ásettningsgimbrunum þeirra. Hér sjáiði jötuna hjá þeim. Næst var ferð okkar heitið til Snorra Rabba sem er með rollurnar sínar í Ólafsvík bak við Hábrekkuna ekkert smá skemmtilegur staður og bara synd að það má örugglega ekki vera með rollur þar nema í eitt ár í viðbót. Hann er með 6 gimbrar sem hann setur á og 4 rollur og einn lambhrút svo hann er bara rétt að byrja og vonandi fær hann að vera þarna áfram því þetta er allveg draumastaður fyrir hann bara rétt bak við húsið hans. Það eru svo myndir af þessu í albúmi og ásettningsgimbrunum hans. Hér er ásettningurinn hans Snorra. Því næst var ferð okkar heitið til þeirra Óla,Brynjars og Sigga og þar byrjar maður á því að setjast niður og fá sér kaffisopa í flottu kaffistofunni þeirra sem er flísalögð og með sjónvarp og allar græjur. Þeir eru aldeilis búnað gera flott hjá sér stækka og endurskipaleggja grindurnar svo þeir kæmu fleiri rollum á hús og lítur þetta bara ljómandi vel út hjá þeim. Ég fór og tók nokkrar myndir og skoðaði ásettninginn hjá þeim. Hér er hluti af flottum gimbrahópnum hjá þeim. Siðast en ekki síst þá endaði ferð okkar hjá óðalbóndanum honum Guðmundi sem er búnað vinna hörðum höndum við að rýja allar kindurnar sínar og eru handbrögðin allveg til fyrirmyndar og engin dauð af hans völdum he he nei það sá ekki einu sinni skráma á þeim og líta þær allveg ljómandi fallega út svona nýsnyrtar. Hér er ein vel myndarleg og nýkomin frá ullarsnyrtistofu Gumma. Hér er svo ein mynd af honum Bjarka frá Gumma hann gaf mér allveg gullfallega mórauða gimbur með 18 læri. Skrifað af Dísa Flettingar í dag: 490 Gestir í dag: 42 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188679 Samtals gestir: 69645 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:17:20 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is