Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
28.11.2010 10:55Afmæli Leifs 27 nóv og Benóný á hestbaki.Jæja gaurinn fékk að prufa að fara á hestbak með pabba sínum og var allveg í essinu sínu og vildi helst bara láta þá hlaupa. ![]() Svaka stuð á mínum. Pabbi Leifur Þór átti svo afmæli í gær og var 67 ára og var smá kaka og kaffi inn á Dvalarheimilinu og fórum við og kíktum og fengum okkur köku. Það er svo búið að vera alsherjar breytingar fyrir gamla fólkið því á föstudaginn voru allir fluttir á nýja flotta dvalarheimilið og sváfu fyrstu nóttina og var misjafn tónn í fólki eftir hana sumir voru svaklalega ánægðir en aðrir kvörtuðu yfri kulda en það er nú bara fyrst. Þetta er allveg glæsileg bygging og ekkert smá flott fyrir alla. Það eru núna allir með svakalega stór og flott herbergi með baðherbergi innan í og svaka svalir til að fara út sem var ekki fyrir allavega ekki hjá pabba hann var bara í smá kompu svo þetta verða svaka viðbrigði fyrir hann og sérstaklega því hann lagði sig alltaf í einum hornsófa í gamla og núna eru bara nýjir og nýtískulegir sófar sem hann kanast ekkert við en þetta á allt eftir að aðlagast til betra vegar. Á heildina litið held ég að allir séu yfir sig ánægðir með þessa breytingu. Jæja ég er búnað leyfa rollunum að ganga inn og út í viku og er ég ekki frá því að þær séu bar ánægðari og það er bara mjög vinalegt að sjá þær tínast inn leið og þær sjá mig keyra upp afleggjarann á Mávahlíð. Senn líður svo að sæðingarnámskeiðinu sem ég fer á þriðjudaginn og segi ég ykkur frá því þegar þar að kemur bless í bili og endilega kíkið á myndaalbúmið þar er myndir af nýja Dvalarheimilinu og herberginu hans pabba. ![]() Leifur Þór og ég með Benóný Ísak. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is