Henti inn nokkrum myndum af Benóný í fyrsta almennilega snjónum sem er búinn að koma í vetur svo endilega kíkið á það.Hann gerði sér lítið fyrir og klifraði sjálfur inn í þurrkarann um daginn.
Agalegt um daginn fórum við út að labba í þessu fínu veðri en það endaði svo með svaka byl og eins og sjá má þá sást ekki í okkur fyrir snjó.
Í fína snjóhúsinu sem við gerðum inn í Mávahlíð en það stóð ekki lengi því klaufinn ég ætlaði að stækka það og snjórinn var svo mikið púður að það pompaði yfir mig.