Það var farið í að gera hesthúsin klár í dag og svo var farið út á Engjar og smalað saman hestunum sem á að taka inn og voru 6 fyrir valinu og restin verður áfram úti. Það gekk fyrst erfiðlega að ná þeim en hafðist á endanum og voru þeir komnir svo áleiðis á stað þegar eitt tryppið sem á að vera úti stökk yfir girðinguna og tróð sér með þeim sem eiga að fara inn en hann fékk bara lúxus ferð í hestakerru aftur út á Engjar.Það var frekar kuldalegt og hrátt veðrið í dag.