Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
10.03.2011 23:07Rúntur til Bárðar og Benóný í mars.Komiði sæl. Við fórum rúnt til Bárðar um daginn og kíktum og nýrökuðu gellurnar hjá honum sem voru vel sáttar eftir rúninginn enda fagmaður þar á ferð og auðvita smellti ég nokkrum myndum af þeim og setti inn í albúmið. Það styttist svo óðum í að við þurfum að fara taka af okkar kindum en það vantar bara að finna tíma því Emil er alltaf á sjó núna og er að róa alla helgina en það hlýtur að gefast tími fljótlega allavega til að taka af þeim sem voru sæddar því þær bera fyrr. Gemlingarnir okkar dafna mjög vel bara og er ullin aðeins farin að losna af þeim og tók ég myndir af þeim og Benóný og Köru í fjárhúsunum seinustu helgi til að deila með ykkur. Emil tók svo Herkúles í fótsnyrtingu og þurfti hann vel á því að halda og settum við hann svo einan því hann var svo stirður eitthvað og mér fannst hann vera svo rýr en hann er allur að taka við sér eftir að við færðum hann og eiga hinir ungu hrútarnir ábyggilega líka stóran þátt í því, því þeir eru svo frekir að hann gaf alltaf eftir. Ég fékk svo ekki góðar fréttir í dag því það er búið að banna mér að gefa því blóðþrýstingurinn hefur hækkað svo þannig að nú á ég bara að taka því rólega enda kanski kominn tími til en mér finnst ekkert að mér en ég á nú bara 2 til 3 vikur eftir núna og það víst hollast að hlýða og vera róleg því ekki vill ég verða lögð inn það er það versta sem ég get hugsað mér og myndi örugglega neita fara inn því ég hef allveg antipest af þessum spítölum en Bói og Maja redda gjöfin á kindunum úr þessu en það er ekki þar með sagt að ég fari ekki og kíki aðeins á rollurnar ![]() ![]() Hér er Karítas að klappa Pöndu og Rán. ![]() Hér er svo litli prílarinn okkar sem klifrar upp á allt þessa dagana. ![]() Já já kominn upp á klósett og teygir sig í vaskinn og ég allveg með hjartað í buxunum yfir að hann renni og detti. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is