Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
26.03.2011 23:04Rúningur 25 MarsJæja þá er loksins orðið hlýtt og fengum við allveg yndislegt veður til þess að rýja kindurnar loksins og var það vel þess virði að bíða og fá svona hlýindi í það. Bói og Emil byrjuðu á lömbunum á föstudaginn og kláruðu þau 15 stykki. Daginn eftir tóku þeir svo rollurnar og hrútana og gekk þetta bara rosalega vel og fínt að hafa klárað í dag og eiga frí á morgun til að hvíla sig því þetta tekur heilmikið á. Það er svo annars ekkert að ske en þá hjá mér þetta barn virðist ætla láta bíða eftir sér en það er kanski bara ágætt að það bíði allavega til morguns þá er ég sett. Það er góð tímasettning að vera allavega búin að taka af rollunum svo það má bara fara koma núna fyrst það er búið. Ég er svo búnað vera dugleg að taka myndir upp á síðkastið af Benóný í hesthúsunum og hjá hænunum og inn í Mávahlíð að renna og fleira svo það er nóg að skoða í myndaalbúminu ásamt rúningsmyndum af rollunum svo endilega kíkið á það. Annars vona ég að þetta sé mitt seinasta blogg áður en ég bæti við næsta barni því þetta er allveg komið gott maður er orðin svo þreyttur að klæða sig í sokka og skó þegar maður er með þennan belg framan á sér he he hlakka mikið til að losna við hann og verða ég sjálf aftur. ![]() Bói og Emil í ham. ![]() Alltaf jafn kátur hjá hænunum og kallar Gagalagó á eftir þeim. ![]() Að klappa kindunum . Skrifað af Dísa Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is