Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
23.04.2011 23:38Sauðburður víða byrjaður og Emil fer að róa á Kristborginni.Jæja spennan magnast óðum því nú er komið tal hjá sæðisrollunum en það átti ein tal í dag en ekkert er skeð enn. Ég fór því bara rollurúnt til bændanna í Ólafsvík og er þar allt á fullu við byrjuðum að fara til Óla,Sigga og Brynjars og er þar allt komið á fullt, það eru komin 15 lömb og allt gengið vel og engin afföll og fékk Benóný að koma með og var hann allveg sjúkur í lömbin og óhræddur við rollurnar og ætlaði bara að æða í að klappa þeim en það var ekki allveg hægt að treysta því ![]() ![]() Benóný lukkulegur að klappa lambi hjá Óla og þeim. ![]() Hlíð hjá Gumma með gráan hrút og doppótta gimbur undan Kveik. ![]() Emil er að fara róa á þessum bát frá Ólafsvík hann var að koma með hann úr Stykkishólmi og hingað hann verður á honum í sumar og er ég rosalega fegin því, þá verður hann heima en ekki í Sandgerði eins og hann var því Þórsnesið er að róa þaðan núna. ![]() Hulda amma með dömuna. Það eru svo fullt af myndum í albúmi svo endilega kíkið. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is