Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.05.2011 23:22

Kíkt á bátinn hjá pabba og fleiri lambamyndir

Það er búið að vera yndislegt veður hjá okkur seinustu viku og kíktum við einn daginn á Emil þegar hann kom í land og fékk Benóný Ísak að fara um borð og prufa og þótti honum það mjög gaman og núna er hann bílasjúkur enda alltaf verið að leyfa honum að stýra og er það Steini frændi sem leyfði honum að prufa olíubílinn og varð hann svakalega montinn. Eins er ég í vandræðum inn í sveit því hann vill bara fara í traktorana og í bílinn hans Bóa og bílinn hjá Maju og Óla og ef ég leyfi honum það ekki öskrar hann bara á mig allveg brjálaður af frekju emoticon allveg rosalegur og ef ég reyni að skamma hann og segi NEi hlustar hann ekkert á mig og öskrar bara meira.  Sauðburðurinn er svo byrjaður aftur eftir sæðisrollurnar og eru 5 bornar og svo er Golsa með tal í dag og ég er enn að bíða ýkt óþolinmóð því mig hlakkar svo til að vita hvaða litur kemur hjá henni ég setti Móra hans Gumma á hana í von um að fá mógolsótt svo það verður spennandi að sjá. 

Feðgarnir saman að stússast í bátnum sem Emil er á.

Ekki amalegt að eiga svona góðan frænda sem dekrar við mig og spillir mér he he.

Hrútarnir voru aldeilis ánægðir að komast út og fékk Móri að fara með þeim og halda þeim félagsskap í sumar og fengum við að sjá rosa hvelli og slagsmál hjá þeim.

Jæja það er sorgardagur í dag því nú er gersemið mitt og aðalræktunar hrúturinn minn hann Herkúles kominn undir græna torfu. Hann endaði ævi sína í dag og var lóað því hann var orðinn lúinn og allveg búinn í löppunum og vildi ég ekki taka sénsinn á því að hinir ungu hrútarnir myndu stanga hann til dauða eða að hann yrði að afvelta en hann er sko búnað skila sínu og á ég núna 4 nýfæddar gimbrar undan honum sem ég á von á að verði góðar eins og flest undan honum enda er hann undan hinum viðfræga Læk frá Mávahlíð svo blessuð sé minnig hans.
Flettingar í dag: 853
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715808
Samtals gestir: 47209
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:19:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar