Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
16.05.2011 15:52Spenningur og væntingar verða að vonbrigðumÞað er búið að ganga á ýmsu með þennan sauðburð í ár og er hann í hámarki núna og ekki virðist það ætla að batna þetta er svo ömurlegt þegar maður er búnað bíða spenntur í allan þennan tíma eftir sauðburði og svo er hann ekkert nema dauði og djöfull. Það byrjaði þannig að Maja missti 2 lömb þegar rolla hjá henni lét 2 lömbum svo missti hún annað þegar gemlingur hjá henni bar og það kom bara önnur löppin og haus svo það hafði hengst annars var ekkert mál að ná því það var bara of seint. Hjá Emil má segja að kollótti stofninn hafi farið út fyrir þúfur því báðir kollóttu gemlingarnir hans komu með þvílík stera stór lömb og létust þau bæði í burði hjá þeim út af stærð og tima við að ná þeim út. Ég skil ekki stærðina á lömbunum hjá okkur núna því nú erum við ekki að gefa fóðurbætir og löngu hætt að gefa beinamjölið það var bara fyrst í haust og erum við með 15 gemlinga og gef ég 3 föng og tek ég nú ekkert extra stór föng svo þetta er allveg ótrúlegt hva þeir eru með stór lömb. Svo eru sumir sem gefa þessu allskyns fóðurbæti,bygg og fiskimjöl en lenda ekki í þessu. Það bar svo annar gemlingur hún Botnleðja 2 lömbum og voru þau ágætlega stór en annað þeirra hefur örugglega fengið legvatn í lungun því það var svo slappt þegar það fæddist og ég þurrkaði það og kom því á spena og var það orðið eldsprækt en svo allt í einu daginn eftir kom bakslag í það og það dó. Grána gamla bar svo svaka stórum flekkóttum hrút allveg sjálf en hún er hölt og hefur ekki staðið upp svo hann var kafnaður í belginum og lá á grindunum. Ógæfan hélt svo áfram í gær því þá var Regina mín 3 vetra að bera og var búnað vera óvenju lengi og ég fór inn í hana og þá var hún með svaka stór lömb sem komust ekki upp í grind og var ég ekki allveg að finna út hver ætti hvaða lappir svo ég fékk Sigga til að aðstoða mig og náði hann þeim út en hrúturinn var búnað gleypa svo mikið slím að hann hafði það ekki af. Siggi var svo líka búnað koma til okkar og hjálpa okkur að ná þvílíku kjötstykki út golsótta gemlinginum hans Bóa. Þetta er bara með ólíkindum hvað þau eru stór sérstaklega þetta lamb ef við hefðum vigtað hann hefði hann örugglega verið 4 til 5 kíló. Siggi var heillengi að ná lífi í hann en hann er svo eldklár við þetta algjör kraftaverkamaður í þessu og hann lifði og er eldsprækur núna nema lappirnar eru smá bólgnar en það er allt að koma. Já það er sko mikið búið að ganga á svo í dag uppgötaði ég í dag að ein var með doða og þurfti enn eina ferðina að fá Sigga til að aðstoða mig og sprauta í hana kalki. Svo þetta er allveg komið gott núna og verðum við bara að krossleggja fingur og vona að gangi vel það sem eftir er. Annars er búið að ganga rosa vel hjá Bóa það er allt lifandi hjá honum eins og komið er og frjósemin allveg brilliant allt tvílembt og einn gemlingur tvílembdur líka. Jæja það er troðfullt af myndum inn í albúminu hér til hliðar svo endilega skoðið og kommentið. Hérna er risalambið hans Bóa og sést nú ekki allveg vel hversu stór hann er því hann stendur ekki allveg uppréttur. En þið sjáið hérna þykktina á þessu lambi þetta er bara eitt vöðva fjall hann er undan Golsu gemling hans Bóa og Negra svarta hrútnum hans Bárðar sem er undan At. Stóru þrílembingarnir hennar Ronju minnar allt gimbrar. Þúfa gemlingur með tvílembingana sína undan Negra hans Bárðar. Flott þrílemba hjá Gumma Óla með mórauðan hrút og móflekkóttan og svarflekkótta gimbur skemmtilegir litir hjá henni. Hérna er mynd fyrir Fríðu og Helga eftir að Emil trjáníðingur komst í tréin þeirra en þau ættu alla vega að geta fylgst með núna séð niður á veg Ein mynd af litlu krúttunum okkar. Flettingar í dag: 899 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 358 Gestir í gær: 15 Samtals flettingar: 1350236 Samtals gestir: 74525 Tölur uppfærðar: 28.1.2025 23:50:25 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is