Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.05.2011 02:54Sauðburði lokið og skvísan 2 mánaðaJæja þá er sauðburðinum loksins lokið nema það er ein rolla sem við erum í vafa með því hún fékk súrdoða og veit ég ekki hvort sé dautt í henni eða hvort hún hafi gengið upp svo það verður bara að koma í ljós. En þetta endaði vel í restina því ég fékk 2 úr gemlinginum Pöndu og voru það einu lömbin sem við fengum undan Skugga kolótta hrútnum sem við fengum gefins og voru það hrútur og gimbur og fékk ég góða aðstoð hjá Sigga í Tungu sem er algjörlega búnað vera okkar hægri hönd í gegnum sauðburðinn ég veit ekki hverning við hefðum komist í gegnum þetta ef við hefðum ekki fengið hans töfrahendur til hjálpa okkur og erum við honum allveg einstaklega þakklát. Ég er ekki allveg búnað taka saman hversu mörg lömb við fengum en við misstum 10 í heildina sem er allt of mikið en maður verður bara sætta sig við það svona er lífið. Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skipti en það er fullt af myndum af rollum og lömbum í albúmi. ![]() Ronja með þrílembingana að gæða sér á fóðurbætir ekki veitir af til að mjólka ofan í þessa bolta. ![]() Flekka með sæðingana undan Boga og bind ég miklar væntingar við þau í haust vonast eftir að fá góðan kollóttan hrút. ![]() Benóný Ísak er sko ekki hræddur fyrir fimmaura við rollurnar og reynir bara að smakka þær he he. ![]() Skvísan orðin 2 mánaða og dafnar vel í nýju rollu peysunni sinni sem Brynja frænka var að prjóna og gefa henni algjört æði. ![]() Panda gemlingur með stóru fallegu tvílembingana sína undan Skugga. ![]() Skvísan farin að brosa líka svona fallega og hlæja smá. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is