
Hér er traktorinn fyrir málun.
Hér er hann svo eftir nýja útlitið glæsikerra bara og auðvitað fór ég í gulu peysuna mína og keyrði hann inn í sveit.
Hér er svo gemlingurinn Svört hans Sigga í Tungu með tvílembings gimbrarnar sínar.
Óskar sem er á áttræðisaldri lét sig sko ekki vanta í heyskapinn og sneri eins og ekkert væri. Það er svo helling af myndum af þessu öllu í myndaalbúmi svo endilega kíkið á það.