Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
24.08.2011 01:18Heyskap lokið,Bátsferð og Bústaðaferð og hringvegurinn.Það er sko heldur búið að vera mikið að gera hjá okkur í sumar. Það var klárað að heyja og ganga frá öllu í kringum það svo var Emil að klára strandveiðina og fór ég með honum í siglingu inn í Hólm að skila bátnum og fengum við allveg blíðskapar veður á leiðinni þangað. Við fórum svo í frí byrjuðum á því að fara til Akureyrar og gista þar í sæluhúsi með heitum potti sem var allveg æðislegt. Næsta dag var svo keyrt á Egilsstaði og þaðan á Einarsstaði sem við vorum með sumarbústað. Það var svo kíkt á Breiðdalsvík til Ágústar og Írisar og Dalíu og var það mjög gaman. Brynja og Kristmundur kíktu svo á okkur í bústaðinn og voru með okkur og tókum við rúnt um alla firðina og gerðum margt skemmtilegt . Benóný var svo 2 ára 19 ágúst og vorum við þá bara að keyra til Kirkjubæjarklausturs en hann fékk ís þar á hótelinu í bætur fyrir það svo á ég eftir að hafa smá afmæli þegar við komum heim. Við byrjuðum á því að fara norðurleiðina þegar við komum svo við förum suðurleiðina heim þannig að þetta verður hringvegurinn hjá okkur. Jæja við þökkum Brynju og Kristmundi fyrir allveg rosalega skemmtilega bústaðaferð og sérstaklega Brynju fyrir allar fínu fjallaferðirnar.Sem við vorum allveg að gera út af við hana en hún lét sig hafa það algjör nagli ![]() Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra en myndirnar skýra sig betur um ferðina svo það er bara að kíkja í myndalbúmin og skoða, þau eru tvö ný að þessu sinni. ![]() Benóný Ísak í góðum gír á traktornum hans Óskars í Bug. ![]() Ég á kanó á Vaðlinum inn í Mávahlíð voða stuð. ![]() Maggi móturhjólatöffari upp á Rauðskriðumel. ![]() Emil skipper á Kristborgu. ![]() Donna fór með okkur út á sjó og var nú aldeilis huguð að kíkja út fyrir. ![]() Emil og Benóný við Bustafell ![]() Þetta vakti mikla athygli hjá Emil og Kristmundi og voru þeir grænir af öfund að hafa svona einka bryggju og allveg upp við skúrinn sinn. Þetta var á Seyðisfirði. Enda voru þeir bryggjusjúkir og það var rúntað á hverja einustu bryggju og skoðað bátana he he. ![]() Hér erum við í Klaustursetrinu ekkert smá flott bygging. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is