Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

06.09.2011 11:31

Rollur og aftur lömb.

Jæja ég er allveg að tapa mér í því að fara á rúntinn á hverjum degi og reyna að ná alltaf betri og betri myndum af lömbunum. En svona er þetta þegar maður er svona heltekinn af þessari vitlausu he he. Það er komið á hreint að það verður stigað 23 sept svo ég smala líklega helgina 17 á sama tíma og Grundararnir enda er þetta allt í einum graut inn í Höfða bæði frá mér og öðrum. Það er samt allveg yndislega gaman að hafa þetta áhugamál og hafa þennan spenning í maganum að bíða eftir smölun og stigun sérstaklega núna þegar ég á loksins sæðinga eftir mína sæðingu. Ég sæddi nú samt fleiri rollur hjá Bóa en hann er svo mikil öðlingur að hann skiptir fúslega við mig því hann var ekkert að sækjast eftir að sæða heldur sæddi ég bara það sem var að ganga þessa daga. Endilega kíkið í myndaalbúmið ef þið hafið áhuga að skoða því þar eru fleiri myndir af lömbunum. Ég ætla nú að bæta því hér við að ég hef ekki verið talandi í 3 daga fékk svo heiftalega hálsbólgu að ég þarf að hvísla og get ekki einu sinni öskrað á hundinn né Benóný þegar hann er að gera eitthvað af sér allveg skelfilegt helvíti. 


Aríel með gimbrarnar sínar undan Mola. Moli er undan Róna frá Bergi sem er undan Raft og var Moli annar hæðsti á veturgömluhrútasýningunni í fyrra og var með 18,5 í læri og 35 í ómvöðva minnir mig.

Virkar andlitsfríður Kveik sonurinn sem er eftir því við misstum hinn allveg ömurlegt.

Kveiksonurinn virkar þykkur að aftan.

Gummi er í framkvæmdum að stækka svo hann geti fjölgað he he. Hér eru Emil og Gummi í fjárhúsunum hans Gumma.

Hér eru kollóttu sæðingarnir undan Boga. Hrútur og gimbur.

Hrúturinn hans Bóa undan Eyrúnu og Topp hann verður líklega til sölu ef hann stigast vel.

Þeir Bói,Steini og Emil voru að dæla út úr fjárhúsinu hjá Óla,Sigga og Brynjari um helgina og gekk það mjög vel.

Gemlingurinn Þúfa hans Bóa með tvílembingana sína.

Gimburin hún er undan Negra hans Bárðar sem er undan At sæðishrút.

Hrúturinn á móti virkar mjög vænn.

Bottnótti hrúturinn undan Rán og Móra hans Gumma.

Kollótti hrúturinn hennar Pöndu og Skugga.

Hér er svo gimbrin.

Gulbrá með gimbrarnar sínar undan Herkúles.
Önnur mynd af þeim botnótta.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar