Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.09.2011 00:40

Stigun hjá okkur 23 sept.

Jæja hnúturinn í maganum er farinn núna og fæ ég örugglega spennufall eftir þetta allt saman emoticon he he. Nú tekur annars við erfitt val milli fallegra lamba því dómarnir voru sko bjartari öllum vonum. Við stiguðum 33 gimbrar eða allar gimbrarnar okkar nema eina sem var hölt og einn hrút líka sem var eitthvað haltur og fengum við af þessum 33 gimbrum 24 með 30 í ómv og yfir og hæðsta var með 35 í ómv og var hún undan Mána sæðishrút og var hún með 17,5 í læri. Næst á eftir henni var mórauð gimbur með 34 í ómv og 18,5 í læri og er hún undan Morra mórauðum hrút frá Lalla í Gröf sem er undan sæðishrútnum Smyril. Við fengum 13 gimbrar með 18 í læri og 3 með 18,5, þrjár með 17 og 14 gimbrar með 17,5 svo ég er allveg virkilega sátt með þessa útkomu. Sæðishrútarnir voru mjög góðir og reikna ég með að setja þá alla á því ég get bara ekki valið á milli þeirra emoticon  Hrútarnir mínir komu líka vel út ég fékk 11 af 22 hrútum með 85 stig og yfir og 2 svarta með 85,5 stig báðir með 30 í vöðva og svo einn annan svartan með 86 stig og 35 í ómv svo það má segja að ómvöðvinn hafi verið gríðalega sterkur hjá mér í ár. 12 af 22 hrútum með 30 í ómv og yfir. Ég verð með það sem ég ætla selja inni yfir helgina en svo verður fljótlega slátrað því girðingarnar eru ekki góðar hjá mér til að halda þessu inni. Svo þeir sem hafa hugsað sér að koma og kaupa endilega kíkið þá um helgina og hafið samband við mig í síma 8419069. 
Það eru svo fleiri myndir í albúmi .

Sæðingur undan Mána og Rák frá Mávahlíð.
52 kíló  109 fótl ,34 í ómv, 4,7 í fitu, 5 í lögun,
8 haus 8,5 H+h, 9 B+útl,9 bak, 9,5 malir,18 læri 7,5 ull,8 fætur 8,5 samræmi Alls 86 stig.

Sæðingurinn undan Kveik og Nínu frá Mávahlíð.
51 kíló  110 fótl ,36 í ómv, 3,2 í fitu, 4,5 í lögun,
7 haus 8,5 H+h, 9 B+útl,9,5 bak, 9 malir,18,5  læri,8 ull ,8 fætur 9 samræmi Alls 86,5 stig.
Það var búið að stiga hann 87,5 stig en þá leyndist smá trana á honum sem lækkaði hann um 1 stig algjör synd því þetta er allveg klassa skepna.

Sæðingurinn undan Borða og Ylfu frá Mávahlíð.
61 kíló  110 fótl ,36 í ómv, 5,2 í fitu, 4,5 í lögun,
8 haus 8,5 H+h, 9 B+útl,9,5 bak, 9 malir,18,5 læri, 8 ull,8 fætur 9 samræmi Alls 87,5 stig.

Sæðingurinn undan Boga og Flekku frá Mávahlíð.
64 kíló  114 fótl ,30 í ómv, 4,7 í fitu, 4 í lögun,
8 haus 8,5 H+h, 8,5 B+útl,8,5 bak, 8,5 malir,17,5 læri, 8,5 ull,8 fætur 9 samræmi Alls 85 stig.

Þessi mórauði er undan Rauðhettu og Morra hans Lalla í Gröf og var hann stigaður upp á 
50 kíló  114 fótl ,29 í ómv, 3,8 í fitu, 4 í lögun,
8 haus 8 H+h, 8,5 B+útl,8,5 bak, 9 malir,17,5 læri, 8,5 ull,8 fætur 8,5 samræmi Alls 84,5 stig.
Það var einnig gimbur á móti honum sem var allveg gríðalega góð og er einnig mórauð.
50 kíló, 34 í ómv , 4,3 í fitu, 4 í lag, 9 frp , 18,5 í læri og 8 fyrir ull. Hún er auðvitað sett á.

Það er sko aldeilis orðið flott hjá honum Gumma Ólafs hann er búnað gera extream makeover á fjárhúsinu sínu. Svo nú er bara að fara fjölga emoticon og ég veit að hún Þurý frænka fær bara vatn í munninn að hugsa um allt kjötið he he.

Það var aldeilis fallegt veðrið þegar við vorum að reka inn. Hér er Tunga.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar