Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
10.12.2011 23:57Sæðingar á fullu.![]() Senn líður að fengitíma og hér eru nýju kynbæturnar mínar sem bíða eftir að koma nýrri ræktun á fót eða það er að segja ef ég verð ekki búnað sæða allt í rot. Þetta eru Borða,Mána,Kveik og Boga synir og eru 2 með 18,5 í læri og 36 í ómv svo það ætti að vera góðar kynbætur í því ef þeir erfa það eftir sér. Ég vona að ég geti notað þá alla vega á 6 kindur hvorn svo ég fái reynslu á þá. Borða sonurinn er þessi fremsti og fékk hann nafnið Brimill og er hann ákaflega fallegur og bollangur hrútur. ![]() Við flokkuðum ullina og var Emblu bara plantað á gólfið á einn ullarpokann á meðan en fékk hún fljótt leið á því og fór ég því með hana og Benóný til Freyju ömmu. ![]() Þessi bók er í miklu uppáhaldi þessa dagana og líður ekki sá dagur að hún sé ekki opnuð og flett fram og til baka og er hún á eldhúsborðinu á morgnana og stofuborðinu á daginn og náttborðinu á kvöldin svo það má segja að maður sé allveg orðin vel ruglaður í þessari dellu ![]() ![]() Grábotna notaði ég á 2 kindur hjá mér, 1 hjá Maju,1 hjá Sigga og 1 hjá Bóa. ![]() Hróa notaði ég á eina hjá mér og eina hjá Sigga. ![]() Gosa notaði ég á 2 frá mér og eina frá Sigga. ![]() Þrótt notaði ég á eina frá Bóa og eina frá Sigga. ![]() Snævar notaði ég á 2 frá mér, 2 frá Bóa ,1 frá Maju og 1 frá Sigga. ![]() Sigurfari var notaður á eina kollótta frá Emil. ![]() Hriflon verður svo notaður á morgun og á eftir að koma í ljós hverjar verða þá en hún Hlussa besta rollan mín var að ganga í dag og ætla ég að gera tilraun að sæða hana þó svo að það verði að öllum líkindum of seint. ![]() Ákvað að setja þetta inn að ganni viðurkenningarskjalið mitt fyrir sæðingarnar. ![]() Og hér fyrir Gæðastýringuna. ![]() Hér er svo Gæðastýringar bókin sem maður verður að vera duglegur að kvitta í. ![]() Hér er Hulda Magnúsdóttir og Leifur Þór Ágústsson með Benóný Ísak og Emblu Marínu á afmælinu hans Leifs pabba og Maja systir með þeim. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is