Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
08.01.2012 10:35Gleðilegt ár kæru vinir.Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Takk kærlega fyrir innlitið og kommentin á síðuna á liðnu ári vonandi verða þau eins mörg og skemmtileg á nýju ári. Það er allt búið að vera á kafi í snjó hér bæði yfir jólin og áramótin en okkur þótti það nú bara gaman og nutum þess að vera úti í snjónum. Það var nú samt aðeins erfiðara stundum að komast í fjárhúsin en Siggi reddaði því ef við komumst ekki. ![]() Hér erum við á leiðinni í göngu. ![]() Benóný Ísak með stjönuljós voða sport en hann var samt frekar hræddur við sprengingarnar og hljóp inn þegar það heyrðist í þeim en hann svaf af sér áramótin náði ekki að vaka svona lengi litla sílið. ![]() Embla fékk líka að sjá stjönuljós og vildi bara grípa í það. ![]() Leifur (pabbi) og Hulda (mamma) með Emblu. Það átti sér stað allveg yfirnáttúrlegur atburður í einn dag varð pabbi skýr og talaði allveg og vildi fara út af dvalarheimilinu og inn í Mávahlíð og fór mamma og sótti hann og fór með hann til Maju systir og svo til mín og áttum við góðan dag með honum. Hann þekkti meðal annars örnefni í sveitinni og talaði um að fara skjóta tófu. Hann hefur ekki verið svona skýr síðan að hann veiktist fyrir 7 árum og var augnaráðið eins og þið sjáið allt annað,það var líf í augunum hans en ekki þessi tómleiki sem maður sér alltaf. Það kom svo í ljós að hann var með þvagfærasýkingu og varð mjög órólegur þennan dag og vakti alla nóttina svo læknarnir vildu meina að hann hafi talað svona mikið út af því en hversu skýr hann var gátu þeir ekki svarað. Þetta var allveg ótrúlegt og leið manni hálf illa eftir þetta því núna veit maður að hann er en þá þarna inni einhversstaðar því hann var allveg með á nótunum þennan dag og hreyfingarnar í lagi það þarf yfirleitt að hjálpa honum að drekka og svona. Ég gaf honum malt og hann drakk það sjálfur og hafði hann áhuga á að skoða myndir af rollunum og öðru en þessi sjúkdómur hefur einmitt það í för með sér að hann hefur ekki haft áhuga á neinu. Já við þökkum svo sannarlega fyrir þennan dag sem var eins og kraftaverk fyrir okkur. ![]() Við vigtuðum svo loksins lömbin um daginn og var hún Elding þyngst hún var 58 kíló og var sú léttasta 40 kíló. ![]() Þær eru farnar að loðna vel. Hér eru þær veturgömlu og var hún Gugga sem er ekki hér þyngst 79 kíló og sú léttasta var 57 kíló. Af rollunum var Ronja golsótta rollan mín sem var með þrílembinga þyngst. Hún var 88 kíló og var sú léttasta 64 kíló en það var hún Hlussa gamla mín sem ég sæddi með Hriflon og er hún nú komin á Elliheimili með sér stíu á móti lömbunum svo hún fái nóg og hafi það gott. Hrútarnir voru einnig vigtaðir þó svo að sú vigt væri nú ekki spennandi á þessum tíma og hljóðaði hún svo : Stóru hrútarnir Rambó var 91 kíló. Moli 86 kíló. En Topp náðum við ekki að vigta því hornin voru svo stór að hann komst ekki í vigtina. Lambhrútarnir : Stormur 54 . Týr 51. Brimill 57 og Golíat 59 kíló. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengri að sinni en það eru myndir af áramótunum og smá af rollunum svo endilega kíkið hér. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is