Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

17.01.2012 09:48

Janúar 2012

Búið að vera frekar rólegt svona í byrjun árs. Nema að við lentum í þeim hremmingum að fá hrikalega ælupest sem var svo smitandi að Benóný fékk hana fyrst svo ég daginn eftir og Embla og kötturinn fékk hana meira segja líka um kvöldið. Emil fékk þetta svo líka út á sjó en kosturinn við þetta ógeð er samt að þetta stóð bara yfir í einn dag og slappleiki daginn eftir. Ég var heppin að eiga góða að því ég gat ekki gert neitt og þurfti að fá Steina frænda Emils til að fara með Benóný á leikskólann svo kom Brynja frænka til mín um morgunin og Freyja tengdamamma var svo hjá mér yfir daginn og mamma aðeins líka svo ég var mjög þakklát fyrir það því ég gerði lítið annað en að liggja á klósettgólfinu og upp í rúmmi.
En nóg af þessum leiðindum því nú eru allir orðnir hressir.

Emil er farinn suður og byrjaður á netum og er hann að róa frá Sandgerði. Það er búið að leigja Mávahlíðina í sumar og verður hún leigð frá apríl til ágúst og er það Snorri Rafnsson grenjaskytta hér á svæðinu og fjöslkyldan hans ásamt Gylfa Ásbyrnssyni vini hans.
 Það verður gaman að sjá aftur líf þar, því manni finnst allveg ömurlegt að sjá þetta grotna bara niður og engin sé þar.

Það þurfti endilega að ganga eitt lamb hjá mér upp og fá 13 jan svo það verður ekki fyrr en 4 júni heldur seint en það er þó betra seint en aldrei og gekk svo annað upp hjá Sigga 2 dögum eftir svo þau verða bara samferða í restina hjá okkur.

Það var sko allt á kaf í snjó hjá okkur og sagði Gerða í Tungu mér að það hafi seinast verið svona mikill snjór 1995 svo það er kominn dágóður tími síðan. Annars líkaði mér snjórinn vel og fannst mér ákaflega gaman að hafa svona allt á kafi enda langt síðan maður hefur fengið svona alvöru vetur.

Donna að reyna að komast úr um útidyrahurðina.

Gekk ekki betur en það að það hrundi allt ofan á hana he he.

Vorum að snyrta hófana á Stert og Benóný fékk að fara aðeins á bak.

Fórum í heimsókn til Bárðar og hér eru gimbrarnar hans orðnar vel loðnar og fallegar.
Það eru svo fleiri myndir inn í albúminu hér bæði af ferð minni til Bárðar og fleira.
Flettingar í dag: 648
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715603
Samtals gestir: 47196
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:23:33

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar