Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

18.01.2012 22:29

Skannaðar úrklippur og myndir.




Fann þessa gömlu grein sem mamma geymdi og skannaði hana inn til gamans. Ég fékk mér skanna fyrir jól og nú er að fara gefast tími til að fara nota hann. Já ég er búnað vera spennt að fara byrja því ég er með fullt af efni í huga sem mig langar að blogga með og deila með ykkur Svo það mun birtast margt forvitnilegt á næstu vikum í blogginu hjá mér, það er að segja ef tíminn og börnin leyfa ;) því Emil er alltaf á sjó og þá þurfa börnin alla mína athygli og þá er ég stundum allveg útbrunnin á kvöldin ;).

Þetta var viðtal sem var tekið við pabba 29.júní 1997 af Morgunblaðinu.

Pabbi var refaskytta í húð og hár og fór alltaf allur júní mánuður í greni viðsvegar um nesið og sáum við ekki mikið af honum yfir þann tíma nema rétt aðeins að koma heim í hlað, hlaðinn af tófum. Hér er hann með einn heimilsrefinn sem við vorum gjarnan með á hverju sumri og voru þeir bara eitt af húsdýrunum og léku sér við hundinn og köttinn á bænum.

Hér má sjá Rebba vera reka köttinn niður af gluggakistunni inn í Mávahlíð og góna svo inn um gluggann. Þetta voru gamlir góðir tímar og verða þeir ofarlega í minningunni um sveitina okkar.

Þetta eru þeir Glóbus og Andri veit ekki hvaða ár þetta var en nöfnin sagði Steini frændi mér eitt sinn og að þeir hefðu báðir farið á sæðingarstöð.

Eini sem ég þekki á þessari mynd er sá alhvíti hann hét Hugur. Mér þætti vænt um ef einhver gæti kommenntað hvað hinir hétu það er að segja ef einhver þekkir og man eftir þessum gripum, þá dettur mér helst í hug að Bárður eða Óttar gætu kanski vitað það. Hugur var efstur á Héraðssýningu á Snæfellsnesi 1988.

Hugur 3 vetra 1988 undan Vinur 80-841 og Molu 79-557. Ég fann ekki í fljótu bragði númerið á honum sjálfum en þetta virkar allveg heiftar fallegur hrútur hjá þeim bræðrum pabba og Steina.
Hér er svo stigun og verðlaunaspjaldið hans.

Flettingar í dag: 1053
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 716008
Samtals gestir: 47214
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:28:36

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar