Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.02.2012 16:40

Gamlar slidemyndir eignast líf

Jæja það er allt rólegt yfir fjármennskunni eins og er nema þær eru alltaf að slást blessaðar og er ég orðin virkilega hrædd um að þær séu bara allar að ganga upp nei nei held þetta sé nú bara rok í rassgatinu á  þeim eða við skulum alla vega vona það. Ég er annars búnað vera setja myndir á fullu í tölvuna og laga og langar mig til að deila þeim hérna með ykkur. Þetta eru bæði gamlar myndir úr Mávahlíð af ættingjum og dýrum og síðan eru gamlar slidemyndir frá pabba sem ég er búnað vera lagfæra og stækka. Endilega kíkið hér og skoðið og kommenntið að vild.

Hér er gömul mynd úr réttunum á Brímisvöllum. Þá keyrði Steini frændi út rollurnar sem áttu að fara annað á vörubílnum sínum.

Hér var Maja,Raggi frændi og Helgi að smala og eru þeir með rollu bundna upp á baki sem hefur væntanlega gefist upp.

Hér fór hann Kalli í Tröð aldeilis vel út af einn daginn.

Hér er verið að smíða fjárhúsin í Mávahlíð. Leifur með Maju,Leifur á Hólkoti og Gylfi
 í Tungu.

Aldagömul mynd af Mávahlíð og hér sést fjósið sem var ofanverðu við húsið en það var svo rifið þegar beljurnar voru seldar og þá var keypt fyrsta þvottavélin í staðinn.

Hér er verið að fara yfir Búlandshöfðann á hestum.

Hér er pabbi og Gunni Súss að salta gotu árið 1970.

Hér er Þuríður amma að slá með orfi og ljá og Ágúst afi fylgist með. Hún var komin á sjötugsaldurinn svo þetta var hörku kona.

Hér fór brúin í sundur og Steini er þarna á landroverinum sínum. Veit ekki allveg 
hvaða ár þetta var kanski í kringum 1976.

Þessi grein kom í Tímanum og þessi líka og eins og þið sjáið þá var ruglast á Steina og 
Leif og sagt að Steini væri maður Huldu.

Hér hafa verið vel vatnavextir í Holsánni en þess ber að geta að þessi mynd snýr öfugt hún er nefla slidemynd og held ég að þetta hafi verið þegar brúin fór í sundur.

Hér er verið að leggja veginn undir Enninu milli Ólafsvíkur og Rifs.

Það hefði nú ekki verið gaman að vera þessi bílstjóri í Búlandshöfðanum.

Við getum nú lítið kvartað yfir snjónum sem er búnað vera í vetur miðað við þessa
 mynd sem er örugglega í kringum 1986. 

Vantar smá hjálp við þessa mynd hvar þessi rétt var. Ég held að hún hafi verið hjá 
Gilinu í Mávahlíð eða fyrir ofan veginn. Ef einhver veit það má hann endilega 
kommennta um það.



Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar