Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.04.2012 10:24

Meira rolluflandur og fyrstu lömbin í Ólafsvík hjá Gumma og Brynjari.

Sælir kæru vinir núna er ég búnað fara á enn fleiri staði og var Bug þar fyrir valinu hjá Óskari,Óskari eldri og Jóhönnu. Emil fór að hjálpa Óskari að sprauta fyrir lambablóðsóttinni og ég notaði tækifærið og tók myndir hjá þeim. 

Hér er prinsinn hjá Óskari hann Bjartur en hann er undan Magna frá Hjarðafelli.

Hér er svo prinsinn hennar Jóhönnu hann Höttur en hann er undan Herkúles.

Næst lá leið okkar inn í Háls til Þórunnar og Gvendar og hitti það svo vel á að við vorum að koma úr Bónus og vorum á leiðinni heim þegar ég sá að það var einhver í Hálsi og varð ég að koma við og fá að kíkja á kindastofninn þeirra.

Hér eru kindurnar þeirra og eru þau með um 90 kindur.

Svo er það sem allir eru búnað vera bíða eftir með eftirvæntingu en það eru litlu sætu lömbin sem eru komin í Ólafsvík hjá Gumma Óla og Brynjari.

Þessi gemlingur kom með 2 hjá Gumma Óla.

Þessi kom með móflekkótan hrút og er einnig gemlingur.

Þessi er í eigu Brynjars og er með grábotnótt lamb.

Þetta er líka í eigu Brynjars.

Það var verið að bera ofan í afleggjarann í Tungu og upp að fjárhúsunum og náði ég mynd af Óla í Geirakoti á gröfunni.

Hér er hann að störfum.


Embla alsæl með kexið sitt en hún Hulda og Rauðhetta eru að reyna ná því af henni.

Hér er Benóný í traktornum sem Ágúst bróðir á í Fögruhlíð. Það eru myndir af flandrinu og tiltektinni í fjárhúsinu og allt saman inn í myndaalbúminu hér.

Við héldum upp á 1 árs afmælið hennar Emblu Marínu á Skírdag loksins og var það rosa stuð og gaman og held ég að Benóný hafi samt skemmt sér mest.
Hann var alsæll með traktorinn sem Dagbjört frænka og fjölsk gáfu honum. Embla fékk líka fullt af flottum gjöfum og svakalega flotta hello kitty köku sem Rakel Gunnars bakaði.

Allveg snilldar bakari þessi kona geggjuð kaka. Þið getið svo séð meira af þessu öllu inn í þessu myndaralbúmi endilega kíkið og kommenntið.


Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar