Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
23.04.2012 22:54Heyskapur,Ullarferð og fyrstu lömbin á Hömrum.Jæja það er orðið til háborna skamma hva það er langt síðan ég hef komist í tölvuna til blogga og með hlaðið af efni til að setja inn en það hafðist núna loksins. Kanski var það líka vonbrigðin með það að tvær kindur hjá okkur létu já það var ekki nóg ein heldur þurfti önnur að smitast örugglega af hinni allveg ömurlegt ég byrjaði að blóta sprautunni í sand og ösku en ég veit það er ekki henni að kenna en maður reynir alltaf að finna eitthvað. Svo getur það verið raskið í kringum það að sprauta þær. Heyið eða bara allur anskotinn maður verður allavega alltaf jafn fúll og pirraður og setti þetta allveg strik í tilhlökkunina fyrir sauðburðinn en sem betur fer er ég búnað jafna mig og er farin að hlakka til núna aftur. Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur meira segja heyskapur svona snemma vors og var það Siggi í Tungu sem fór að slá til að henda af túninu hjá sér til að rækta upp fyrir sumarið allveg þrælsniðugt. Það skapaðist smá heyskapar fílingur og Emil og Bói fóru og hjálpuðu honum að raka saman og Siggi ýtti heyinu svo á traktornum. ![]() Hér er Siggi að slá í apríl sem er sjaldséð hér í sveit. ![]() Hér er Emil að raka saman í blíðskapar vorveðri. Það eru svo fullt af myndum inn í albúmi og einnig af páskunum sem ég átti eftir að setja inn líka hér Við fórum svo loksins með ullina á Yrstu Garða og tók Andrés við okkur þar og hjálpaði okkur að koma henni inn í gám. Við vorum svo heppin að hann bauð okkur að skoða fjárhúsin sem eru stórglæsileg og er hann með um 70 mórauðar ær og það dökkmórauðar ekkert smá flottar hann er örugglega einn af fáum sem er að rækta svona mikið af því. Við fengum líka að skoða gemlingana hans sem voru tæpir 200 ekkert smá fjöldi enda er hann með um 800 ær. Það eru fullt af myndum af ferð okkar svo hér. og fleiru. ![]() Hér erum við að fara hlaða inn í gáminn. ![]() Svakalega flott fjárhús. ![]() Mikið að fallegum litum. Það er allt komið á fullt í sauðburði hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum og fór ég náttúrulega að kíkja á þau og svo er líka að komast á skrið hjá Gumma í Ólafsvík og Óla og þeim en ég verð bara bíða spennt áfram eftir þessu hjá okkur. ![]() Rosalega flottur litur á gimbur hjá Bárði og Dóru sem er undan Frey Sokka syni. ![]() Hér er svo ein stærðar gemlings gimbur hjá honum. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is