Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.04.2012 12:24

Fyrstu lömbin hjá okkur og fyrsta sjóferð Emils á Kristborgu.

Jæja þá er spennan loksins runninn upp og sauðburður er hafinn og gengur vel eins og komið er. Erum búnað fá sæðinga úr Gosa,Grábotna og Hróa og eigum eftir að fá úr Snævari,Hriflon og Sigurfara. Ég gaf mér loksins tíma til að blogga smá og henda inn smá sýnishorni af lömbunum sem komin eru hjá okkur og Sigga. Síðan fór ég líka í heimsókn til Bárðar um daginn og Gumma Óla og tók myndir af lömbunum þeirra en sauðburður þar er allveg kominn vel í gang þó svo hann sé bara rétt að byrja hjá okkur. Jæja nú er mál að drífa að henda þessu inn og fara svo í fjárhúsin heyrumst fersk þegar fleiri lömb eru kominn.....


Gulla hans Sigga í Tungu bar fyrst hrút og gimbur undan Gosa.

Svo bar hún Ronja mín þremum undan Gosa einnig úr sama strái og var notað í Gullu en eitthvað er liturinn skrítinn miðað við að Gosa á að vera arfhreinn. Ronja er allveg afburðar ær og er þetta þriðja árið í röð sem hún kemur með þrjú risa lömb en það var henni aðeins um megn núna því hún fékk smá doða og erum við að sprauta hana með kalki og dekstra við hana með brauði og vonast til að hún nái sér.

Ylfa er einnig með einn hrút undan Gosa en ég hefði nú viljað sjá hana tvílembda ef hún ætlar að standast ættirnar sínar hvað frjósemi varðar.

Flekkóttur hrútur og grá gimbur undan Grábotna.

Svört hans Sigga með 2 hrúta undan Grábotna.

Ísabella með 2 hrúta undan Grábotna. Það eru svo fleiri myndir af sæðislömbunum inn í myndaalbúminu hér svo endilega skoðið.


Emil fór sína fyrstu sjóferð á Kristborgu í gær á handfæri og var næstum með fullan bát eða 3,9 tonn ekki amaleg byrjun hjá honum sko kallinn hann kann þetta emoticon
Ég fór og tók á móti honum með myndavélina og náði nokkrum myndum sem þið getið skoðað hér.

Vel siginn hjá honum báturinn eins og þið sjáið.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar