Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

15.08.2012 20:11

Loksins almennilegur rollurúntur ;)

Jæja það hlaut að koma að því að ég gæti náð eitthvað af myndum af lömbunum. Það var rigning og þokubakkar niður með hlíðinni og þá færðu þær sig niður allavega hluti af þeim.
Ég fór líka og tók myndir af honum Týra heimaling sem stækkar með hverjum deginum enda vel frekur og gráðugur jafnvel stundum of ágengur og reynir að stanga mann en Gerða og Siggi redduðu því með að búa til skamma krók fyrir hann úr þrem hlerum sem hann er settur í þegar hann er óþekkur ekki ólíkt því og þegar ég set Benóný í stólinn þegar hann er óþekkur he he. 

Jæja þetta verður bara svona stutt og lagott núna en heyrumst fljótlega aftur með fleiri fréttir af okkur og rollunum. Hér eru svo myndirnar sem ég náði núna.


Hér er hann Týri sem er undan Týru og Týr.

Hér eru tvær fallega flekkóttar undan Topp og Dóru og óska ég þess að þær komi vel út því ég er mjög spennt fyrir að setja allavega aðra á.
Hér er svo Ylfa með Gullmolann minn sem er sæðingur undan Gosa og ber ég miklar væntingar til hans og vonandi á hann eftir að standa undir þeim.

Hér er svo Kápa Toppsdóttir með hrút og gimbur undan Grábotna.

Hér er svo ein af stóru strákunum sem eru veturgamlir. Hér fremst er Stormur Kveiksson svo kemur Golíat Boga son og svo eru Brimill Borða sonur og Týr Mána sonur fyrir aftan en þið getið séð betri myndir af þeim inn í albúmi.

Hér má svo sjá hann Eldibrand sem er nýji heimilskötturinn í Tungu hjá Gerðu og Sigga
og það vekur mikla lukku hjá Benóný og Emblu að leika við hann.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar