Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
26.08.2012 14:54Reiðtúr og meiri rollurúnturVið vorum dugleg að fara á hestbak í síðustu viku en ekki er hægt að segja það sama nú um helgina enda búið að vera rosalega kalt úti og mikið rok. En í síðustu viku fórum við á gömlu klárunum í Fögruhlíð í berjamó eða réttara sagt étimó he he upp í Svartbakafell og var það rosalega gaman svo sama dag fórum við með Freyju og Bóa frá Varmalæk inn í Fögruhlíð og geymdum hestana þar. Daginn eftir fórum við svo með þau í étimó upp í Svartbakafell og nú eru hestarnir enn inn í Fögruhlíð og við bíðum eftir að það verði aðeins betra veður svo við komumst meira á bak og svo aftur til baka inn í Varmalæk. Bói,Emil og Siggi eru á fullu núna um helgina að dæla út úr fjárhúsunum í Tungu og bera á túinn á meðan fer ég bara minn vanalega rollurúnt og það er alltaf að bætast eitthverjar nýjar við t.d. náði ég myndum núna af Móheiði,Rósulind,Skuggadís og Ísabellu. Það getið skoðað það hér. ![]() Hér erum við á leiðinni inn í Fögruhlíð ég,Freyja,Emil og Bói. ![]() Hér er Ylfa með Gosa soninn ég er svo rosalega hrifinn af honum. ![]() Hér er Móheiður með þrílembing undan Ronju og Sæðisgimbrina sína undan Sigurfara. ![]() Hér er Rósalind með gimbrarnar sínar undan Golíat. ![]() Hér er Skuggadís og Ísabella með tvo sæðishrúta undan Grábotna. ![]() Ösp með hrútinn sinn undan Topp virkar fallegur og vel bollangur. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is