Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
12.09.2012 18:24Smalað Höfðann og Móra Óskars í Bug kemur.Ég bara gat ekki beðið á mánudaginn var svo mikið af féi komið niður og allt á sama stað inn í Höfða sem við áttum og einnig var allt fullt inn í Mávahlíð fyrir utan girðinguna sem innan. Svo ég og Emil fórum og létum mömmu passa börnin og lögðum svo af stað. Við byrjuðum á því að fara inn fyrir Höfðann og Bárður kom okkur til aðstoðar og við rákum þær áleiðis úteftir. Bói,Freyja og Maja skárust svo í leikinn þegar þau voru búnað vinna og gekk þetta allveg eins og í sögu þær runnu bara inn í girðingu og inn í hús í Mávahlíð. Þá var komið að því að keyra allt saman út í fjárhúsin í Tungu og fengum við Bárð til að keyra með sína kerru og svo var Bói með kerruna hans Gumma Óla og svo Emil með kerruna okkar. Þetta tók dágóðan tíma enda 100 og eitthvað kindur og ekki nema 3 ókunnugar sem voru Steinka hans Bárðar,Kjamma hans Óla á Mýrum og ein frá Önnu Dóru sem hún fékk hjá mér. ![]() Hér eru þær að renna inn í rétt og inn í fjárhús í Mávahlíð. ![]() Verið að setja upp á kerru og keyra inn í Tungu. ![]() Hér er ein gimbur undan Grábotna. Ég náði annars ekki mikið af myndum því stuttu eftir að við vorum búnað keyra allt upp á Tungu voru börnin að gera ömmu sína vitlausa og ég varð að fara heim og missti allveg af að skoða þau en ég geri það á laugardaginn þegar við erum búnað ná öllu heim og rekum inn. Ég er orðin svo spennt að ég get ekki beðið eftir að helgin bresti á. ![]() Og nei gat ekki beðið við sáum þessar inn á Rifi í dag og náðum þeim inn í Mávahlíð og keyrðum þær svo inn í girðingu í Tungu. Þetta er Frigg gemlingur með gimbrina sína undan Storm,Snotra með lömbin sín,Snælda með gimbrina sína og Svana sem missti lambið sitt í sumar að afvelta. Það er svo skondin saga að segja frá því að þegar við vorum að rúnta í gær sáum við Móru gömlu inn í Bug sem Jóhanna er búnað vera reyna ná og bíða eftir að komi inn í tún hlaupa niður hlíðina og bíða við hliðið. Við ákváðum því að kíkja á Óskar og segja honum frá því og fengum hann til að koma með okkur að kíkja á hana því við vissum að það þýddi ekkert fyrir okkur að reyna reka hana inn þvi hún er svo stygg og þekkir okkur ekkert. Hann fór svo með Emil og þeir voru á bílnum hans Óskars því Móra þekkir hann. Þegar Móra sér bílinn hleypur hún til þeirra og Emil hugsar hver ansk nú æðir hún fram hjá okkur og við missum hana en nei sú gamla hleypur til Óskars og stoppar þar og gæðir sér á brauði. Óskar labbar svo bara rólega í átt að hliðinu og lokkar hana inn og hinar kindurnar sem voru með henni. Mér fannst þetta allveg mögnuð sjón. Hún er svo mikil karekter þessi rolla hún er orðin 13 vetra og er með þrílembinga undan Bjart og er alltaf jafn frísk og gefur ekkert eftir. ![]() Hér hljóp hún til Óskars. ![]() Hér elta þær hann inn í girðingu Óskar sem er held ég 84 ára er allveg í góðu formi að labba með þær inn. Þetta er sko draumur að vera svona í ellinni með rollunum sínum. ![]() Hér er svo drottningin hún Móra með þrílembingana sína komin í sinn heimahag. Jæja þetta er komið fínt hjá mér í bili ég hlakka til að blogga næst og ná góðum myndum af lömbunum þegar það verður búið að smala um helgina. Hér eru smá myndir sem ég náði núna inni hér. Skrifað af Disu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is