Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
24.09.2012 00:27Réttað í Ólafsvík og fleiraÞað var smalað og réttað í Ólafsvík um helgina og var það mjög skondið að sjá hverning rekið var inn í réttina þar eða eigum við ekki að segja að það þurfti ekki að reka inn. Því það var komið með fulla poka af brauði og rétt Brynjari og svo fór hann og hristi pokann og þá komu allar rollurnar hlaupandi til hans og eltu hann inn í réttina allveg yndisleg sjón ![]() ![]() Hér eru þeir Brynjar og Óli bændur í lambafelli að leiða hópinn inn í réttina. ![]() Sumar voru frekar og ætluðu sko aldeilis að fá bitan sinn og príluðu upp á Brynjar. Já það þarf sko ekki að reka í þessar réttir. Allveg tær snilld að sjá þetta. ![]() Guðmundur Ólafsson smalakóngur tók sig vel út með stafinn. ![]() Hinrik Pálsson lét sig ekki vanta í réttirnar enda réttin skírð eftir honum. ![]() Nú er verið á fullu að spá í ásettningnum og er það erfitt val og set ég ekki á allar þessar best dæmdu því ég er líka að spá í ættunum,lit,mjólkurlagni og frjósemi og þetta er erfiðara val en ég hélt. Þessi er ein af ásettnings gimbrunum og er hún með mesta ómv af þeim sem er 34 en hún náði ekki 18 heldur er með 17,5 í læri og 9 framp og er hún þrílembingur undan Dóru og Topp. Ég missti Topp í sumar og hann gaf svakalega mjólkur kindur svo ég verð að halda í gimbrarnar hans. Spennandi dagur framundan það verður stigað í Ólafsvík og Hellissandi í dag eftir hádegi og ég gleymdi að láta stiga Hróa soninn minn og einn hosóttan undan Topp svo ég fæ að bæta þeim við hjá Gumma á morgun. Jæja segjum þetta gott í bili. Það eru svo myndir hér af réttunum og fleiru með því að smella með músinni hérna. Skrifað af dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is