Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.10.2012 22:42

Lambhrútasýning 2012

 

Fékk þetta inn á fréttablaði búvest.


Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi

Föstudaginn 19. október í Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi og hefst klukkan 20.30

Laugardaginn 20. október á Gaul í Snæfellsbæ og hefst klukkan 13.00

 

Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að mæta og fylgjast með sýningunum en það verður mikið spáð og þuklað. Verðlaunaafhending verður í lok sýningarinnar á Gaul.

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi

ü      Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.

ü      Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.

ü      Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur

verður stuðst við fyrri stigun.

ü      Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki

gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.

ü      Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3

mislita og ferhyrnda.

ü      Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita

og ferhyrnda hrúta.

 

Hrútasýning Mýramanna

Lambhrútasýning verður haldin sunnudaginn 21. október í Lækjarbug og hefst hún kl. 13.00

Þar munu ráðunautar frá BV mæta og raða hrútunum. Ætlast er til hrútar hafi verið stigaðir fyrir sýningu. Þeir hrútar verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna, að öðrum kosti verður viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. Hvert býli má koma með 2 hrúta í hverjum flokki, þ.e. 2 kollótta, 2 hyrnda, 2 mislita og ferhyrnda.

 

Kaffi og súkkulaðirúsínur á boðstólum! Nánari upplýsingar hjá Sigurjóni á Mel í síma 867 8108.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar