Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
09.10.2012 22:22Kletts synir komnir saman og hænu ungar í Varmalæk.Ég og Bói fórum rúnt nú í kvöld með hrútinn hans Sigga undan Klett og litla sílið hans Bóa til Bárðar í fóðrun og voru þá saman komnir 4 Kletts synir úr ræktuninni hans Óttars á Kjalvegi. Við reyndum að stilla þeim flott upp og smella myndum af þessum gæða gripum sem eru hver öðrum fallegri og allveg einstaklega vel stigaðir og vel gerðir. ![]() Hér koma þeir allir saman hrúturinn hans Þórs svo hrúturinn hans Óttars og svo hrúturinn hans Sigga og svo aftur hans Óttars. Það eru 2 með 19 í læri og einn með 18,5 og einn með 18. Allir yfir 30 í vöðva. Hans Óttars eru með 36 og 37 í ómv og allir eru þetta fituleysis hrútar. Já Óttar getur sko verið stoltur hrútaræktandi með þessa útkomu. Hreint allveg glæsileg og það verður spennandi að sjá hvort það verði ekki bara Kletts synir í uppröðun í ár á sýningunni. ![]() Hér koma þeir aftur vantaði bara aðeins upp á að sá aftasti sæist betur. ![]() Hér sést vel hversu gríðalega fylling er í lærum og mölum á þeim og það þarf ekki einu sinni að snerta til að sjá það. ![]() Hér er hrúturinn hans Þórsa undan Klett og hann virkar ekkert smá fylltur og flottur. Það má svo finna fleiri myndir af þessum fallegu hrútum með því að smella hér. Það er svo líf og fjör í Varmalæk hjá Freyju og Bóa því hænu ungarnir eru byrjaðir að koma úr útungurnar vélinni. Við fórum að skoða þá og Benóný var allveg sjúkur í þá en Embla var hálf smeik við þá. ![]() Hér er vélin og allt að gerast . ![]() Embla og Benóný að skoða. ![]() Ekkert smá krútt. Það eru svo fleiri myndir af ungunum með því að smella hér. Segjum þetta gott í bili Kveðja Dísa Skrifað af Dísa Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is