Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
20.12.2012 00:03Fyrstu dagarnir hjá prinsessunni okkar.Það er nóg að gera þessa dagana í að skipuleggja allt fyrir jólin og svo fengitímann í fjárhúsunum og svo auðvitað að sjá um nýjasta gullið í fjölskyldunni sem er svo vær og góð að ég þarf enn að vekja hana til að gefa henni. Hún lætur mig þó aðeins hafa fyrir sér því hún á það til að vakna kl 3 á nóttinni og vaka til 5 og það er það mesta sem hún vakir yfir sólarhringinn svo hún mætti allveg gera það frekar á daginn. Benóný og Embla eru öll að koma til með að venjast henni þó Embla sé svakalega afbrigðusöm, hún á auðvitað mömmu sína og er ekki allveg tilbúin að deila henni svona og leyfa litla barninu að súpa mömmu sína he he. Þetta kemur þó allt saman ég leyfi henni að hjálpa mér að skipta á henni og ýmislegt og það finnst henni rosalega gaman hún er svo mikill vinnukona. ![]() Hér eru sætu gullmolarnir mínir sem voru svo fínir og áttu að fara í myndartöku hjá Óla fyrir jólakort en NEI þau voru kolvitlaus og neituðu að sita saman og allt ómögulegt svo það þýddi ekkert að taka mynd af þeim svo hann tók bara myndir af litlu prinsessunni. ![]() Og það heppnaðist allveg frábærlega eins og þið sjáið. Svakalega flott mynd hjá honum Óla hann er einmitt með síðu á flicker sem þið getið farið inn á hér. Ég er búnað fara 2 svar út úr húsi síðan að ég kom heim og er það varla frásögufærandi fyrst fór ég inn í Grundafjörð að sækja sæði og sæddi svo 3 rollur eina fyrir mig og 2 fyrir Sigga og verð ég að viðurkenna að það var samt rosalega gaman ég fékk þá að sæða eitthvað því Bárður hefur séð um hinar sæðingarnar fyrir mig. Hann sæddi fyrir mig 12 kindur og svo sæddi ég þessa einu fyrir mig svo það eru 13 alls og 2 hjá Sigga. Svo nú er bara að biðja og vona að þær haldi það ætti að fara koma í ljós núna á morgun og hinn hvort að þessar fyrstu haldi. Ég notaði bara Soffa og Prúð. Já svo fór ég í annað skiptið út núna í kvöld og þá fór ég með Emil með eina rollu til Óttars í Botna botnótta hrútinn hans. Það var svo brjálað gera í fjárhúsunum hjá Bóa í dag að hleypa til og ég að segja honum til í símanum hver ætti að fara á hverja og hvaða rollur væru að ganga svo hann stendur sig allveg stórkostlega í þessu öllu saman fyrir mig en er samt pínu stressaður ![]() Já ég fer nú svo að fara kíkja í búðir næst þegar ég fer út til að klára jóla innkaupin og svo eru tvær útskriftarveislur framundan hjá Steina frænda mínum syni Maju systir og svo hjá Hafrúnu vínkonu svo það verður nóg farið út á næstunni. Spennan er svo í hámarki að bíða eftir morgundeginum því þá verður Þórhalla kona Jóhanns bróðir Emils skorin og þá kemur í ljós hvort við fáum frænku eða frænda. Jæja það eru svo myndir af prinsessunni og fyrstu dögunum með því að smella hér. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is