Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
05.01.2013 11:55Áramót 2012 og Rolluflakk til kynbóta.Ætla að byrja á því að segja Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla og ég þakka kærlega fyrir innlitið á síðuna á liðnu ári. Við höfðum það rosalega gott yfir áramótin. Við borðuðum öll saman heima hjá okkur og það var 4 rétta hlaðborð sem sagt nautakjöt,marinerað læri að hætti Steina, hjarta kjöt og síðast en ekki síst léttreyktur lambahryggur. Í forrétt var svo brauð með graflax og karrý síld. ![]() Skotið var svo upp og Benóný svaf það af sér en Embla vaknaði og fékk að horfa út um gluggann bara því hún var svo ný vöknuð og það var líka einstaklega kalt úti. ![]() ![]() Það var skotið upp fyrir Benóný á nýársdag en hann varð skelfingu lostinn og vildi bara fara inn. Þanning það var bara ágætt að hann skildi sofa áramótin af sér greyjið. Það eru svo myndir af áramótunum og fleiru hér inni í albúmi. Það var mikið lagt á sig milli jóla og nýárs í vonsku veðri. Þá lá leið okkar inn í Hraunháls með 3 kollóttar til að fá kynbætur úr gæðahrútunum hjá Guðlaugu og Eybergi. Það var svaka bylur á leiðinni inneftir og mikið slabb og héldum við að við kæmust ekki aftur til baka en það lá betur við á leiðinni heim því þá var búið að moka og salta og allt annað að keyra þá. ![]() Siggi og Emil að henda upp í bíl hjá Bóa. Við fengum bílinn hans lánaðan inn eftir. ![]() Embla og Benóný aftur í með rollurnar á pallinum og þær að kíkja yfir á þau. ![]() Hér erum við í fjárhúsinu hjá Óla á Mýrum. Þar fórum við með 4 kollur í móflekkóttan hrút sem Óli Tryggva á. Óli sá þær aldrei lemba og ekki við heldur en ég óska þess að hann hafi klárað þær því annars ganga þær heldur seint. Af sæðingunum að segja gekk það ekki nógu vel sem komið er. 3 voru sæddar fyrst og hélt ein af því. 9 voru sæddar þegar ég var að eiga og héldu bara 2 af þeim 1 með Soffa og 1 með Prúð. 3 sæddi ég sjálf 15 des og var ein frá mér og 2 frá Sigga og gekk ein frá Sigga upp í gær og ég er að deyja úr spenningi að fara í fjárhúsin í dag og sjá hvort hinar haldi sem sagt ein mórauð frá mér og svört frá Sigga. Það eru svo myndir hér af rollu stússinu okkar með því að smella hér. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is