Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
15.01.2013 19:04Enn meiri skemmdir í veðurofsa í MávahlíðÞað var heldur betur læti í veðrinu í gærkveldi og í morgun. Ég komst ekki inn eftir að gefa fyrr en um hálf 3 leytið því það var svo mikill snjór og slabb í Stekkjarholtinu. Þegar ég kom inn í Tungu var mér litið inn í Mávahlíð og sýndist mér þá gaflinn á sláturhúsinu vera farinn af en ákvað að drífa mig bara að gefa og fara svo inn eftir og skoða þetta betur. Þegar ég var búnað gefa kíkti ég í kíkirnum og blasti við mér ófögur sjón það reyndist vera rétt það sem ég hélt. Gaflinn var allveg farinn af svo ég brunaði inn eftir og skoðaði þetta. ![]() Hér byrjaði þetta allt í fyrri veðurofsanum þá fór hlerinn úr glugganum fyrir ofan hurðina sem varð til þess að þakið sprakk upp. ![]() Það fór svo svona í fyrra skiptið. ![]() Svona fór þetta svo í gær ekki fögur sjón að sjá. Gaflinn liggur eiginlega í heilu lagi hliðina á eins og sjá má hér. Ekki hefur fokið neitt drasl út, því það var ekkert þarna inni nema plast sem var heft fast við veggina og einhverjir timbur hlerar. Æ það er voða sorglegt að horfa upp á þetta svona að þetta sé bara grotna niður í hverju óveðrinu sem kemur því hlaðan er í góðu standi það þyrfti bara að skipta um þak á henni. Setti þetta hér inn svo aðrir eigendur jarðarinnar gætu skoðað myndirnar af þessu og eru fleiri myndir hér inn í albúmi. Skrifað af Dísu Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is