Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.01.2013 08:59

Endurbætur á Mávahlíðinni og heimsókn í fjárhúsin hjá Jóa,Gunnu og Rabba á Sandi.

Það var fallegt vetrarveður í Mávahlíðinni í gær og sólin skein yfir. Ég fór og tók myndir
fyrir eigendur svo þeir gætu séð flottan frágang á endurbótum á sláturhúsiniu og hlöðunni. Jónas frændi og Siggi í Tungu eru báðir smiðir og þeir sáu um að laga þetta svona fínt. 

Hér sést svo þakið og gaflinn. Það er búið að loka fyrir gluggann sem olli þessum skemmdum til að byrja með og einnig er búið að styrkja hlöðu dyrnar. Þetta ætti því að vera til friðs það sem eftir er að vetri.

Það var fallegt útsýnið á Snæfellsjökulinn í sólskininu úr Mávahlíðinni.


Emil fór nú á dögunum í heimsókn til vinnuveitandann sinn hann Jóa á Hellissandi. Hann er með rollur með Gunnu systir sinni og manninum hennar Rabba.

Jói fékk hjá okkur 3 gimbrar í haust og fór Emil að kíkja á þær og kindur hjá honum því miður komst ég ekki með vegna veikinda barna okkar en ég á eftir að gera mér ferð seinna og kíkja á þær hjá honum.


Emil tók myndir fyrir mig og getið þið séð þær hér inn í albúmi ásamt fleiri myndum af endurbótunum í Mávahlíð með því að smella hér.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar