Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
12.04.2013 11:09Freyja Naómí 4 mánaða![]() Tíminn líður því nú er Freyja Naómí orðin 4 mánaða og það styttist óðum í sauðburð hjá okkur. Freyja dafnar mjög vel og er farin að taka svo vel eftir og grípa í hluti. Snýr sér vel á hliðina og liggur á maganum og horfir í allar áttir. ![]() Það eru svo fleiri myndir af þessu krútti og fleiru með því að smella hér. ![]() Búið að vera fjör hjá okkur hér er ég á leiðinni í fjárhúsin með allt gengið hin 2 komin út í bíl og þá er Freyja og hundarnir eftir. Við vorum að passa Pollý meðan Maja systir fór út til Flórída. Það verður hún Móheiður sem á tal fyrst og verður það 26 apríl og verður það undan Soffa sæðishrút svo maður er farin að telja niður dagana. ![]() Rollurnar hjá mér eru allveg sjúkar í þennan mæli sko vel með honum. Við settum hann upp á páskunum og hann kláraðist upp á innan við 2 vikum svo ég fékk Sigga til að kaupa fyrir mig annan og ég setti hann upp í fyrradag. Það er agalegt vesen að ná honum úr fötunni og var ég heillengi að djöflast við það að reyna hoppa ofan á hann en ekkert hafðist svo ég sagaði hann á nokkrum stöðum og braut utan af honum. Við ráðfærðum okkur svo við Hjalta dýralæknir eftir að við vorum búnað heyra að það væri nóg að sprauta einu sinni við lambablóðsótt. Það reyndist svo vera nóg mér til mikilla lukku því mér er alltaf illa við þessa sprautu er svo hrædd um að þær láti eftir þetta rask í kringum sprautuna. Við sprautuðum þessar 3 sem voru sæddar í gær og sprautum svo hinar þegar nær dregur 2 til 3 vikum fyrir burð. Ég minni svo á aðalfund hjá okkur í fjárræktarfélaginu Búa sem verður haldinn í Átthagastofu í Ólafsvík miðvikudaginn 17 apríl kl 20:30. Nú eru menn í félaginu að fara í ferð á morgun með Sauðfjárræktarfélaginu í Helgafellssveit og nágrenni og verður það örugglega rosalega gaman. Ég verð að sleppa þessari ferð því ég er með hana Freyju á brjósti og get ekki verið svo lengi frá henni. Ég óska því félagsmömmum góðar ferðar og skemmtið ykkur rosalega vel og takið nóg af myndum fyrir mig ![]() Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is