Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
08.06.2013 16:53Reykjavíkur ferð og sauðburður klárast.Freyja Naómí stækkar og stækkar og hér er hún alltaf svo glöð með tönnsurnar sínar 2. Við fórum til Reykjavíkur á Sjómannadags helginni og eyddum góðum stundum með krökkunum og fórum svo út að borða á Caruso með Brynju og Kristmundi. Við fengum okkur humarsúpu og nautasteik allveg rosalega gott. Reykjavíkur ferðinn fór þó ekki allveg eins og við vildum því við ætluðum í Grindavík en það varð ekkert úr því og svo tók Skodi ljóti upp á þeim óleik að bila hjá okkur svo við þurftum að vera í bænum einn dag í viðbót sem var í fínu lagi en kostnaðurinn við að laga bílinn var algjör blóð peningur svona rétt fyrir sumarið það var ónýt túrbínan og kostaði 260 þús að fá nýja og láta setja hana í. Já það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem kemur manni á óvart en það þýðir ekkert að væla yfir því bara njóta lífsins og hugsa um eitthvað skemmtilegra. Eins og enn skemmtilegra var að það var hringt í okkur á leiðinni suður og þá var búið að keyra á lamb! ARG ekki byrjar það vel en við skulum vona að þetta sé bara upphafið af endinum og vera jákvæð. Bói átti þetta lamb og var það undan Skuggadís og Blika. Þessi elska var eins árs um daginn. Þetta er hún Birgitta Emý dóttir Steinars bróðir Emils og Unnar. Svo dugleg farin að hlaupa út um allt. Freyja Naómí í fjárhúsunum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af Reykjavíkur ferðinni og heimsókn á leikskólann Krílakot hjá Benóný með þvi að smella hér. Dóra með þrílembingana sína á leiðinni út. Fallegir tvílembings hrútar undan Eygló gemling og Brján. Gimbur og hrútur undan Rósulind og Storm. Það eru svo fleiri myndir hér. Flekka með hrút og gimbur undan Nasa hans Óla Tryggva. Nala rak lestina og kom með 2 hrúta í nótt 8 júní og þeir eru undan Brimil Borða syni. Grána hjá Sigga bar seinust hjá honum svakalega stórum hrút undan Storm. Grána greyjið er allveg búin í fótunum svo þetta verður seinasta árið hennar. Það er svo loksins hægt að fara bera á túnin milli rigninga. Óheppnin virðist svo ofsækja okkur því það var hringt í okkur í dag látið vita að útlendingar hefðu verið að labba niður á Hellu í fjörunni og rekist þar á 2 munaðarlaus lömb og dauða rollu. Við fórum strax og gáðum að þessu og viti menn auðvitað varð það að vera ein besta rollan okkar. Það var Rák hans Bóa sem er akkurrat með gimbrina sem ég ætlaði að skipta við hann ef hún kæmi af fjalli og ef hann myndi ekki setja hana á sjálfur. Æ þetta er svo ergilegt nú hættir til að maður fari að vera svartsýnni á jákvæðnina sem ég er alltaf að hamra á við sjálfa mig. En vonandi koma þau heim heil í haust og þá verður dekrað við þau allavega verður gimbrin sett á hjá honum Bóa í staðinn fyrir hana Rák blessunina. Hér eru lömbin hennar Rák sem eru nú móðurlaus gimbur sú botnótta og hitt hrútur. Freyja farin að figra sig áfram að prófa ýmislegt og hér er hún í göngugrind sem er allt of stór fyrir hana enn þá. Farin að fá í fyrsta sinn að borða og finnst það ekkert voða gott en brosir þó he he. Það styttist óðum í Donnu hún gítur sennilega í næstu viku og við ætlum að hugsa rosalega jákvætt um það og óska þess að allt gangi vel hjá henni núna. Við skelltum okkur í kvennahlaupið með Dagbjörtu,Emelíu og Emelý. Benóný og Embla voru svo dugleg að labba og skiptast á að vera í kerrunni og fengu þau verðlauna pening og voru rosalega ánægð. Það eru svo fleiri myndir hér af rest af sauðburði og fleira. Jæja kveð að sinni Flettingar í dag: 164 Gestir í dag: 9 Flettingar í gær: 358 Gestir í gær: 15 Samtals flettingar: 1349501 Samtals gestir: 74499 Tölur uppfærðar: 28.1.2025 03:35:07 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is