Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

19.06.2013 18:59

Donna gítur og 17 júní

Jæja þá er loksins komið að því að ég gefi mér tíma til að blogga. Það er búið að vera eitthvað svo mikið að gera og krakkarnir búnað vera veikir svo heimilsverkin hafa hlaðist upp og þegar það kemur sól og gott veður eru þau látin sitja enn meira á hakanum......

Já og svo má ekki gleyma hvolpunumemoticon
Donna gaut 13 júní frá 11 um kvöldið til 2 nóttina 4 hvolpum. 3 rakkar og ein tík en því miður var tíkin holgóma eða með skarð í vör og lifði ekki nema í 2 sólarhringa. Hinir dafna annars rosalega vel.

Hér er hún með alla 4.

Hérna eru svo strákarnir.

Hér er stærsti hlunkurinn.

Hér er þessi ljósi og hann verður örugglega með hvíta blesu.

Hér er sá minnsti. Þessir svörtu verða eins og Donna á litinn og með hvít á bringunni.
Eða ég held það en annars á það eftir að koma í ljós þeir opna augun þegar þeir verða um 12 daga gamlir svo það verður spennandi að sjá þegar það gerist. Núna eru þeir viku gamlir á morgun. Það eru svo fleiri myndir af hvolpunum hér inni.

Ég átti afmæli þann 17 júní og fékk þessa svakalegu peysu frá Emil og krökkunum og ég er allveg í skýjunum með hana finnst hún allveg geggjuð svo gaf Unnur og Steinar mér hárband í stíl rosalega flott. 

Við fórum svo út að borða á Heraford steakhause í boði Jóhanns og Þórhöllu. Allveg rosalega góð þetta var nú ekkert stórafmæli en þetta var rosalega gott að borða þarna og gaman að komast 2 ein út takk kærlega fyrir okkur. Maggi bróðir passaði svo grislingana okkar 3 og Erla og gekk það mjög vel hjá þeim.

Núna fer svo rollu rúnturinn okkar Birgittu að hefjast ekki satt Birgitta he he.

Stuð á Mána og hestinum hennar Köru sem hún verður nú að fara skíra eitthvað.

Svo góð að borða ís sem þau fengu í ísbílnum í góðu sumarveðri loksins.

Freyja aðeins farin að fá að kynnast útiverunni.

Heimalingarnir Sigmundur og Framsókn orðnir gífurlega stórir hjá honum Gumma og fylgjast vel með honum vera að dæla út. Fleiri myndir af þessu öllu hér.

Jæja segjum þetta gott að sinni 
Kveðja Dísa

Flettingar í dag: 886
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 358
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 1350223
Samtals gestir: 74524
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 23:23:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar