Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.06.2013 23:34

Útskrift Magnúsar Márs

Jæja þá er hann elsku Magnús Már orðinn útskrifaður lögrfæðingur með BA gráðu. Það má með sanni segja að hann sé eins og elsta barn okkar Emils því hann ólst upp hjá okkur frá 11 ára aldri. Við vorum unglingar að ala upp barn sem var að fara á unglingsárin he he svo við erum komin með reynsluna fyrir okkar börn þegar þau fara á unglingsárin sín.

Já hver hefði trúað því að þessi óþekktar angi ætti eftir að komast svona langt í skólamenntun sinni. Hún var ekki björt í byrjun Grunnskóla nei það voru ófáir dagar sem mamma fékk ekki kvörtunarbréf heim að Magnús og Sigrún frænka hans hefðu verið að gera eitthvað að sér. 

Það voru fengnir foreldrar til að sitja yfir bekknum og mamma var fengin í einhver skipti til að sitja með Magga í tíma vegna óspektar í tíma. Þá kom oft upp sú umræða meðal annara að hann væri ofvirkur og það ætti að fara með hann til læknis en mamma lét það um eyrun fjúka og sagði að börn ættu að fá vera börn og það ætti að heyrast í þeim og vera læt, það væri bara eðlilegt og það má sannreyna það á honum Magnúsi í dag því hann er allveg fyrirmyndar maður með gull hjarta.

Ein saga liggur mér ofarlega í huga um skólagöngu hans. Það var þegar Maggi var óþekkur í tíma hjá Ólínu í Ólafsvík. Honum var hent út úr tíma og vísað til skólastjórans sem var þá Sveinn Elinbergsson. Ólína var kölluð stuttu seinna inn og henni bent á marblett sem var þar á stráknum gulur og ógeðslegur og hún spurð hvort hún hafi veitt honum þessa áverka. Ólína hvítnar í framan og roðnar um leið af reiði HVA eruð þið að grínast í mér nei það hef ég aldrei gert en strákurinn stendur fastur á sínu og grey konan gat ekkert sagt því það voru bara hennar orð gegn saklausa drengunum. Það kom svo seinna í ljós að þetta var eldgamall marblettur sem honum datt í hug að nota til að hefna sín á Ólínu því hún henti honum út he he allveg magnað hvað þessi drengur gat verið uppátækjasamur og útsmoginn. Þessa sögu sagði Ólína mér sjálf og ég hlæ enn af henni þegar ég rifja hana upp.

Já Magnús kunni sko að ljúga þegar hann var yngri og þræta var honum einum lagið líkt og það voru margar stundir sem þeir frændur hann og Steini sátu inn í eldhúsi í Máfahlíð og þrættu um allt milli himins og jarðar. Eins þrjóskur og harður sem Steini var lét hann ávalt undan þegar Magnús átti í hlut og fór að hlægja og vissi að þessar rökræður ættu sér engin endalok í þeirra umræðum ef hann léti ekki undan.


Hér er svo meistarinn og gullfallega Erla kærastan hans.

Mamma hélt svo kaffiboð fyrir drenginn sinn og það komu ættingjar og vinir.

Hulda og Freyja Naómí

Hvolparnir dafna fínt og fara nú allveg að opna augun. Þetta er smá tilraun í ljósmyndakeppni um Ballerina kex.

Ein krútt mynd af Freyju sem stækkar og stækkar. Það eru svo fleiri myndir hér inni.
Kveðja Dísa
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar