Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.07.2013 00:29

Faðir minn fær hvíldina

Ég er búin að vera lítið í netheiminum núna og er það vegna þess að seinustu vikur hafa verið mjög erfiðar hjá okkur fjölskyldunni. Pabbi er búnað vera glíma við taugahrönunar sjúkdóm í mörg ár og æða kölkun. Það hefur því alltaf verið tímaspursmál hvenær sá sjúkdómur myndi taka hann frá okkur. 

Það verður skrýtið að fara ekki lengur niður á Dvalarheimili þótt stundum hefðum við mátt vera duglegri að fara til hans en það var bara svo sjálfsagt eitthvað að hann væri alltaf þar til að taka á móti manni og maður bjóst ekkert við því að hann væri að fara neitt og maður gleymdi sér í sínu upptekna heimilis lífi. 

Nú á seinustu vikum fór honum að hrörna fljótt og vorum við yfir honum í 10 daga dag sem nótt og lést hann seinast liðinn sunnudag 7 júlí. 

Blessuð sé minning hans og hans verður sárt saknað emoticon

En minningarnar þær lifa með okkur og hér er smá minningar tiltekt


Ungur að árum hér í Mávahlíð. Ég tel að minn rollu áhugi hafi komið í gegnum pabba og Steina og þykir mér verst að hafa ekki fengið hann fyrr og getað rætt við þá um skoðanir og ræktun þegar þeir voru til taks að ræða um þau mál en einhvað hefur maður lært því ræktun þeirra lifir enn góðu lífi í gegnum okkur og virðist alltaf bæta sig meira ár frá ári.

Hér má sjá gamla fjölskyldumynd af Þuríði og Ágústi úr Mávahlíð með börnin sín 6
Leifur Þór, Elínborg , Ragnar, Hólmfríður, Jóna og Þorsteinn. 
Af þessum hóp er Hólmfríður sú eina sem eftir er á lífi. 

Hér er gömul blaðaúrklippa af pabba og heimilsrefnum sem var alltaf hefð á hverju sumri að hafa einn yrling yfir sumarið og það fannst okkur krökkunum ekki leiðinlegt.

Einhvern tímann heyrði ég að aðal draumur pabba hafi verið að verða sjómaður en hér er hann út á sjó.

Hér er Magnús bróðir með rjúpu og leikfanga rifill. Þetta var mjög vinsælt leikfang hjá okkur að fá eitt stykki rjúpu til að leika með he he það væri ekki mjög vinsælt í dag eða hvað..

Fjölskyldumynd Maja og Ágúst bara fædd þarna.

Hér eru þau hjónakornin í seinasta jólaboðinu sem haldið var í Mávahlíð já maður á nú margar minningarnar úr Mávahlíðinni og þykir verst að hún sé að renna úr greipum okkar það væri svo geggjað ef hún gæti enn verið okkar fjölskyldu eign þessi fallega jörð.

Vonandi hvílir þú í friði elsku pabbi minn og færð lengra og betra líf eftir þetta líf.
Minning þín lifir að eilífu.

Leifur Þór Ágústsson verður jarðsungin í Ólafsvíkurkirkju 13 júlí kl 14.00 og jarðsettur á Brimisvöllum. Erfðadrykkja mun svo fara framm í Grunnskóla Ólafsvíkur.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar