Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.12.2013 17:36

Jólin 2013 og fleira.

Jæja kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum fyrir allar innkomur og kommennt á liðnu ári.

Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur í desember fyrst til að byrja með fékk Benóný 
hlaupabóluna. Emil var að róa allveg á fullu út á sjó þegar það var og brjálað að gera í
fjárhúsunum líka hjá mér að sæða svo það gafst lítill tími til að setjast við tölvuna og blogga. Jólastressið var allveg að fara með mig og nú er ég svo fegin að það er búið.

Embla fékk svo hlaupabóluna á þorláksmessu og Benóný fékk heiftarlegt munnangur í jólafríinu og það ágerðist alltaf meira og meira og karlgreyjið öskraði og vældi allt aðfangadagskvöld eftir að við vorum búnað opna pakkana. 

Gat ekkert leikið sér með dótið eða neitt var bara sár þjáður og við gátum ekkert gert nema verkjastilla hann og láta hann vera með tusku upp í sér og kæla. Á jóladag var hann svo slæmur að ég leitaði ráða að fá eitthvað annað fyrir hann og fékk þá aloe 
vera gel og svo fjólublátt meðal við munnangri og það kvöld var hann að drepast til
 3 um nóttina og grét sig í svefn.
En til allra hamingju þá lagaðist hann eftir þetta fjólubláa sem Júníana lét mig fá og við
erum svo hamingjusöm að honum líði betur og eigum Júnu það mikið að þakka og Magga
hann náði í það hjá henni fyrir mig.

Meira segja gleymdi ég mér allveg með jólakortin í ár og náði ekki að vera nógu
fljót til að græja myndir af börnunum sem auðvitað gátu ekki verið kyrr öll saman
fyrir mig og svo var ég alltaf að bíða eftir að redda mér rauða slaufu á Benóný enn
fékk hana svo aldrei. Hún átti nefla vera í stíl við buxurnar hans og kjólana hjá stelpunum
já ég var með þetta allt útpælt enn það gekk svo ekkert upp.

Ég missti mig allveg í sæðingum þetta árið og tók allt of mikla sénsa líka því það voru svo 
margar að ganga þegar að ég gáði fyrst að ég varð að prófa að sæða því annars hefði það verið of seint að sæða þær næst þegar þær myndu ganga ef þær skyldu svo ganga
upp úr því. 

Ég sæddi 28 rollur hjá mér og Bóa. Eins og komið er eru 19 búnað halda enn það er eftir að koma í ljós með 4 í viðbót. Eins og ég sagði þá átti ég allveg von á því að þessar fyrstu gengu upp því þær voru allar á öðrum eða jafnvel þriðja degi því ég vissi ekki hvenær þær byrjuðu. Mér til mikillar gleði voru 3 kollóttar sem héldu með Baug og meira segja ein sem ég hélt að myndi ekki halda því það var eiginlega runnið af henni svo þetta er allveg órtúlegt hvað þetta er mikið happa glapp. 

Ég var allveg að deyja mig langaði svo mikið úr Snævari og þar sæddi ég 5 .4 hjá mér og
1 hjá Sigga og þær gengu allar upp nema 1 sem hélt hjá mér svo ég vona að það verði 
gull hrútur og gimbur sem ég fæ þar.

Eins og komið er þá fæ ég lömb úr öllum sæðishrútunum sem ég notaði nema Flórgoða
forrystu hrút en hún var á öðrum degi og hún hélt ekki því nú verr. 
Ég á svo eftir að blogga betur um þessar sæðingar og tilhleypingar þegar það verður búið.


Skásta myndin sem ég náði af þeim öllum saman he he.
Það má svo sjá fullt af fleiri jólamyndum hér í albúmi. 

Þessi skvísa var dugleg að rífa í pakkana enn var ekkert að spá í innihaldinu frekar að fá að príla í kassana sem var utan af dótinu.

Freyja Naómí var svo auðvitað 1 árs þann 12.12.2013 og hún var byrjuð að labba 
nokkrum dögum fyrir afmælið og er núna farin að labba um allt en skellir sér þó
oft á rassinn því hún er mun fljótari þanning í förum. 
Hér má svo sjá myndir af afmælisdeginum hennar enn afmælið hennar verður haldið 
seinna því Emil var að róa svo mikið þegar hún átti afmæli. Skoða myndir hér.


Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar