Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

01.02.2014 09:52

Allt á fullu í janúar

Komiði sæl það er nú allveg löngu komin tími blogg hjá mér en það er þetta vanalega það vantar alltaf tíma og maður gleymir að gefa sér smá tíma en nú er sá tími loksins komin.

Það er mikið búið að vera að gerast þessa dagana ég skráði mig til dæmis í dreifnám í fjölbrautaskólanum í Grundarfirði í 3 fög þroskasálfræði, félagsfræði og næringarfræði og er það bara mjög skemmtilegt en félagsfræðin er kanski ekki alveg mjög ofarlega á vinsældar listanum en hún sleppur. Það var erfitt fyrst að ná upp því sem hinir voru búnir með því ég byrjaði ekki fyrr en 19 jan í skólanum og er núna fyrst komin á sama stað og hinir. Ég er samt hæðst ánægð með mig að hafa loksins látið verða af því að fara í skóla.

Svo er það að bústörfum. Það gekk ýmislegt á undanfarnar vikur fyrst sleit Siggi í Tungu hásin við að ýta rúllu í fjárhúsunum og hann er í 6 til 8 mánuði að verða fullgóður. Það er allveg rosalegt að þurfa vera svona lengi að ná sér og þarf maður að vera ósköp rólegur og þolinmóður að endast svona lengi aðgerðarlaus en auðvitað borgar sig að vera ekkert að reyna neinar kúnstir því þá verður kanski bara lengri tími. 

Ég gef núna fyrir okkur og Sigga líka og gengur það bara rosalega vel ég er í svona rúman 1 og hálfan tíma og svo gefur maður sér yfirleitt tíma til að kíkja á Gerðu og Sigga sem taka alltaf vel á móti manni þau eru svo yndisleg. 

Bói skar sig svo á bor í vinnunni hjá sér og það þurfti að sauma 6 spor í visifingur hjá honum svo það er búið að vera mikið að gerast hjá sjúklingunum he he.

Annars er bara allt ljómandi gott að frétta og nú bíður maður bara spenntur eftir talningunni á fóstrunum á næstunni. Þorrablót í kvöld og skemmtileg heit heyrumst betur síðar. Jú það er búið að ganga frá sölunni á Fögruhlíð svo nú eru Guðmundur Óli og bræður orðnir eigendur allveg glæsilegt að það skildi haldast inn í fjölskyldunni.


Sætu mín á leiðinni að sníkja gott í gogginn á þrettándanum.

Freyja var jarðarber.

Sætu grallararnir Bjarki Steinn og Freyja Naómí.

Nýju hanarnir hjá Freyju og Bóa.

Ég er enn að læra á að gefa rollunum hjá Sigga og gef allt of mikið eins og þið sjáið þá slæddu þær talsvert mikið fyrstu dagan.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi með þvi að smella hér.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar