Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.03.2014 23:28

Embla Marína 3 ára

Elsku fallega Embla Marína okkar er 3 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn þinn.
Hún fær almennilega afmælisveislu þegar pabbi hennar kemur heim en hann er að róa í Grindavík núna svo ég var bara með smá kaffi fyrir þá sem áttu leið hjá á afmælisdeginum hennar. Embla fékk þennan svakalega fína kjól frá okkur en hún er búnað vera biðja um kjól sem snýst eins og ballerínu kjóll í langan tíma og varð allveg rosalega ánægð þegar hún opnaði pakkann með þessum. Við fengum Steina, Jóhönnu, Jóhann, Þórhöllu. Eyrúnu og Bjarka í kaffi til okkar og auðvitað Huldu ömmu og Freyju ömmu og Bóa afa og átti hún mjög góðan dag sem endaði með að hún fékk að fara í sveitina til Freyju og Bóa og það elskar hún allveg svo það var til að toppa daginn allveg. Takk kærlega fyrir góðan dag.
Það eru svo smá myndir af deginum hér inni.

Freyja Naómí elskar að koma í fjárhúsin og hér er hún að spjalla við Huldu sína. Það er búið að vera bara róleg heit í fjárhúsunum og Siggi er farinn að gefa sjálfur svo þetta er allt saman að skríða saman hjá honum. Spenningurinn er allveg að fara gera vart við sig fyrir sauðburð eftir öllum sæðislömbunum og einna helst er ég svo geðveikt spennt að biða eftir lömbunum sem koma undan Mugison þeim móflekkótta. Spennó hvort ég eigi eftir að fá draumalitinn minn mókrúnótt með sokka. Jæja hef þetta nú bara stutt og laggott að sinni og það eru myndir hér inni af kindunum.
Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1296
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 1188679
Samtals gestir: 69645
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:17:20

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar