Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
24.08.2014 01:09Sigurrós,Elding,Rósalind ,Eygló og SvörtBara gleði gleði hér ég datt aldeilis í lukkupottinn í dag og náði góðum myndum af nýjum kindum og lömbum. ![]() Botnleðja með þrílembingana sína undan Brján. Ég er enn að bíða eftir að ná betri mynd af þeim þegar ég kemst nær henni. ![]() Snælda með gimbrina sína undan Brimil. ![]() Hin gimbrin hennar Snældu. ![]() Glódís með hrút og gimbur undan Brján. ![]() Hrútar undan Maístjörnu og Guffa. ![]() Gimbrin undan Ösp og Blika. Hún var með 2 en hin drapst í fæðingu. ![]() Elding með gimbrina sína og það vantar hina sem á að vera botnuflekkótt O það er alltaf jafn svekkjandi þegar vantar lömb. Hin er svo Rósalind með gimbur og hrút undan Glaum. ![]() Sara veturgömul með gimbur undan Blika. ![]() Hosa með hrút undan Þorsta sæðishrút og einnig gimbur undan Þorsta sem er þrílembingur undan Guggu sem var vanin undir hana. ![]() Sigurrós veturgömul með 2 gimbrar undan Blika. Ein kollótt og ein hyrnd frekar skondið. Ég er ekki fyrir að blanda saman kollóttu og hyrndu en neyddist til þess því ég náði ekki að fá lánaðan kollóttan hrút og því verða nokkrir blendingar í haust undan þeim ám sem ég sæddi ekki. ![]() Eygló með hrút undan Glaum og hún var með annan allveg eins en hún tapaði honum í sumar og það sem er svo skrýtið að hún týndi líka öðru lambinu í fyrra og einnig Elding hér fyrir ofan sem vantar botnuflekkóttu gimbrina svo það er spurning hvort þær séu á eitthvað vafalegum slóðum með lömbin sín úr því að þær tapa aftur lömbum núna í ár. ![]() Svört hans Sigga með þrílembingana sína undan Garra sæðishrút. Svakalega flott lömb hjá henni eins og árum áður allveg topp ær. Ú hvað það verður gaman að fá að sjá alla þessa gripi þegar það verður rekið inn. ![]() Embla í berjamó í nýju peysunni sinni sem Brynja frænka var svo góð að prjóna á hana og gefa henni. ![]() Hér eru veturgömlu sem voru hafðar geldar. Loppa Doppa, Líf, Skrýtla og Gersemi. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 2059 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1558702 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is