Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
21.09.2014 21:49Smölun 20 sept Svartbakafell og fleira![]() Jæja þá er nú heldur betur spenningurinn að styttast því við smöluðum laugardaginn 20 sept og var ég þá þegar búnað taka forsprett og smala Höfðann og hlíðina á fimmtudeginum og ná þar yfir 100 stykkjum inn á tún. Hér á með fylgjandi mynd er Hyrna tvævettla sem er undan Snævari með 2 hrúta undan Rafal sæðishrút. ![]() Við vorum vel mönnuð og fór ég hér upp á Fróðarheiði með Sigga,Bóa og Hannesi frá Eystri Leyrárgörðum sem hjálpar okkur alltaf. Það var líka Friðgeir frá Knörr og fólk með honum sem fór með okkur. Við gengum upp frá heiðinni og alla leið yfir í Svartbakafell og er leiðin aðeins lengri en að fara frá Tungu en hún er mun léttari bara ein brekka næstum upp og svo er allt næstum niðri í móti. ![]() Séð niður úr Fögruhlíðinni. ![]() Flottur hópur hjá okkur sem var að hjálpa okkur að smala og auðvitað fengu þeir sem vildu einn kaldan þegar niður var komið. Smölunin gekk mjög vel við misstum einn hóp en náðum honum aftur og svo kom Friðgeir og hans fólk líka með fleiri kindur. Það náðist örugglega hátt í 200 til 250 stk þennan dag og af því var um 90 stk ókunnugt. Það var um 80 stk frá Friðgeiri og svo var frá Heimi í Ólafsvík, Óla á Mýrum Kvíarbryggju, Önnu Dóru og Jón Bjarna Bergi og meira segja ein frá Álftavatni. ![]() Fjalla garparnir sem eru búnað vera upp í hlíð í allt sumar þeir höfðu það af að komast alla leið á leiðarenda. ![]() Lömbin virka vel væn og vigtuðum við þau um kvöldið. Vigtin hljóðaði svona : Gemlingar eða veturgamlar voru með meðalvigt 43,86 kg 8 með 2 lömb og 6 með eitt fædd lömb en 5 gengu með 2. Þessar 5 sem gengu með 2 undir sér voru svona : Salka með 2 gimbrar alls 85 kg Zelda með hrút og gimbur 88 kg Dikta með hrút og gimbur 88 kg Draumarós var með smálömb sem fæddust í júní 66kg Ófeig 2 hrútar 95 kg Ein tvævettla undan Hriflon gekk með 3 undir sér og þau vógu alls 142 kg. Botnleðja var með 3 undir sér og það var alls 134 kg. Rán var með 3 undir sér og það var alls 133 kg. Meðalvigt af öllum lömbunum saman var 47,74 kg. Alls 99 lömb Það eru svo fleiri myndir af smölun og þessu öllu hér inn í albúmi. ![]() Fjöruferð niður í Hrísum um daginn. ![]() Sessa veturgömul með gimbrina sína. ![]() Skvísa er ein sú spakasta sem ég á ég gat labbað að henni úti og klappað henni þó ég væri ekki einu sinni með brauð. ![]() Smalaði Búlandshöfðann allveg ein á fimmtudaginn mér lá svo á að fá þær heim ![]() Hann er mjög brattur á ýmsum stöðum og hér er þetta fyrir neðan veginn og niður að fjöru þar er álíka bratt niður eins og það er bratt upp í fjöll. Þetta er nánast ekki mannfært þegar lengra er komist en þá hóar maður bara á eftir þeim. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. ![]() Hér er Botnleðja með þrílembingana sína undan Brján og svo er Frigg með sæðinga undan Kára og er ég rosalega spennt fyrir þeim. ![]() Betri mynd af Botnleðju með flottu lömbin sín. ![]() Flott útsýni úr Kotketilshöfðanum á Snæfellsjökulinn og Mávahlíðarfjöruna. ![]() Lotta með lömbin sín. ![]() Mjallhvít með hrútana sína sá hviti er undan Ás en hinn var vaninn undir hana og er undan Mugison. ![]() Svo ekta íslensk mynd rollur haf og skip á veiðum. ![]() Rán með þrílembingana sína á Mávahlíðarhellunni. ![]() Sjáiði blauta túnið hér og rollurnar fyrir ofan. Já og ég sá glytta í rollurnar og hugsaði mér gott til glóðarinnar að keyra yfir á túnið til að komast nær og ná mynd en viti menn auðvitað pikk festi ég mig og eftir dágóða stund sem ég reyndi að losa mig gafst ég upp og hringdi í Ragga frænda sem ég hafði séð upp í Fögruhlið og bað hann um að koma og aðstoða mig og reyndi hann og vinur hans Kjartan að ýta mér en ekkert hafðist. Svo við þurftum að kalla út Kristmund pabba Ragga og hann kom og hló mikið af vitleysunni í mér að halda að ég væri á jeppa og kæmist allt he he. En allt gekk vel hann náði að draga mig upp og ég fór allveg á full spítti inn í Ólafsvík því ég var orðin svo tæp að sækja krakkana á leikskólann. ![]() Bilinn leit líka svona vel út eftir allar torfærunar svo ég var í kappi við tímann að þrífa hann svo allir myndu ekki fá slag að sjá hann svona he he og auðvitað þurfti Þórður á sjoppunni akkurrat að vera í dyrunum bak við og spurði auðvitað gáttaður DÍSA hvað varst þú eiginlega að gera he he og þegar ég sagði honum hverning á þessu stóð hló hann hressilega af mér enda ekki annað hægt hver fer að festa sig á túni við að taka myndir af rollum svar éggggg. Og já ég náði leikskólanum í tæka tíð og þrífa bílinn. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inni í albúmi. ![]() Við Emil að fara upp í Höfðanum en Emil sneri við enda mjög lofthræddur og ég að gera mér of miklar vonir að vera taka hann með svo ég hélt áfram upp en hann fór niður og fylgdist með. ![]() Tveir hérna undan Gaga hennar Maju og Blika. ![]() Flottir Guffa synir frá Jóhönnu þeir voru 56 og 54 kg. Það verður spennandi að sjá stigun á þeim. ![]() Veturgömul frá Sigga með flottan hrút og svo Hríma hennar Jóhönnu með gimbur undan Ás sæðishrút. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Jæja læt þetta duga að sinni þetta var bara orðið svo mikið uppsafnað að ég varð að koma þessu hér inn. Það verður stigað hjá mér núna á þriðjudaginn svo ég er allveg að farast úr spenningi og svo á morgun er rekið inn og gert allt klárt fyrir stigun svo bara skemmtilegur tími framm undan. Kveðja Dísa spennta ![]() Flettingar í dag: 2059 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1558702 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is