Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.09.2014 14:08Stigun,Kaupferð til Heydalsá og fleiraÞann 23 sept komu þeir Kristbjörn dómari og Sigvaldi mælingarmaður til okkar og stiguðu og voru skoðuð 48 gimbrar með einni sem var frá Jóhönnu og svo 45 hrútar þar af voru 3 frá Maju systir og svo 5 frá Jóhönnu. ![]() Við eigum 98 lömb og af þeim voru 93 skoðuð. Við vorum mjög ánægð með útkomuna og hljóðaði hún svona: Fitan var frá 1,7 til 5,4 og er ég allveg mega sátt hvað ég er búnað gera ótrúlega breytingu á fitunni hjá mér ég er allveg búnað ná henni ótrúlega vel niður miðað við líka þetta feikna beitiland sem við erum með. Það voru 25 hrútar með 30 í ómv og yfir og hæðst var 34. Hrútar læri : 1 : 19 5 : 18,5 14 : 18 18 : 17,5 5 : 17 1 : 16,5 1 : 16 Hrútar : 1 : 88 stig 1 : 87,5 3 : 87 4 : 86,5 2 : 86 5 : 85,5 6 : 85 6 : 84,5 6 : 84 1 : 83,5 2 : 83 2 : 82,5 2 : 82 2 : 81,5 1 : 81 1: 79 Svo koma gimbranar og þær stiguðust svona : Læðsta fitan hjá gimbrunum var 2 og hæðsta var 7,1 he he sem er einlembingur undan Þorsta sæðishrút og Huldu og hefur haft það allveg rosalega gott. Það voru 25 með 30 í ómv og yfir og hæðsta var 34. 7 voru með 5 í lag og 14 með 4,5 og 19 með 4 í lag 6 með 3,5 og 2 með 3 í lag. 2 með 9,5 í framp 22 með 9 23 með 8,5 1 með 8 Læri hjá gimbrum voru svona : 1 með 19 ![]() 9 með 18,5 16 með 18 18 með 17,5 4 með 17 ![]() Þetta er þrílembingur undan Saum sæðishrút og Hriflu sem er undan Hriflon og hún er 46 kg ómv 31 ómf 2 lag 4,5 frmp 9 læri 19 ull 8. ![]() Hér er mynd tekin 1 sept og hér er Hrifla með þrílembingana sína. Hrútarnir á móti gimbrinni stiguðust líka afburðarvel. Annar er 46 kg 29 ómv 1,7 ómf 5 í lag 8 9 8,5 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 87 stig. Hinn var 50 kg 30 ómv 3,8 5 lag 8 9 9 9 9,5 19 8 7,5 9 alls 88 stig. Þessi gripur var allveg magnaður en með snúin fót og það mikið að ég gat ekki horft framm hjá því sérstaklega þegar bróðir hans var svo svipaður í stigun svo þessi með 19 fór í sláturhús og hinn var settur á. Þetta var mjög erfitt að láta hann fara allveg ömurlegt. Hrifla er tvævettla undan Hlussu og Hriflon og er án efa ein af mínum bestu kindum. Þið getið svo séð fleiri myndir af stiguninni og því hér inni í albúmi. ![]() Það var stigað hjá Bárði deginum á undan okkur og það kom fínt út. Ég og Emil fórum og fylgdumst með og ég smellti nokkrum myndum sem þið getið skoðað hér inni í albúmi. ![]() Hér erum við komin á Heydalsá til hans Ragnars í þessi líka glæsilegu fjárhús. Hér er ég að fara sækja mér flottann kollóttan hrút og móbotnótta hyrnda gimbur. ![]() Hér er allveg bráðsniðug hönnun hjá þeim feðgum til að sortera féið. Ragnar hannaði þetta og faðir hans sá svo um að smíða þetta og getið þið séð betri myndir af þessu hér inn í albúmi. ![]() Hér er nýji kollinn minn undan Stera sæðishrút og hann er með 18 í læri og 30 í vöðva. ![]() Stendur fallega fyrir mig. ![]() Hér er svo hún Móbotna mín ég er svo geðveikt ánægð með hana mér finnst hún allveg æði og ekki skemmir fyrir að nú er ég loksins komin með móbotnótt. ![]() Aþena besta rollan mín undan Aríel og Bjart frá Bergi er nú að fara kveðja hún er búin í fótunum. Aþena skilaði núna 2 gimbrum undan Garra sæðishrút og voru þær allveg einstaklega góðar og jafnar þær voru báðar 53 kg báðar með 34 í vöðva, ein með 2,8 í ómf og svo hin með 2,9 báðar með 5 í lag önnur með 9 í frp og hin 9,5. Báðar með 18,5 læri Báðar með 9 frmp. Svo mér fannst rosalega erfitt að láta hana fara. Einnig kvöddu hjá okkur Dimma hans Bóa sem er ein spena. Ösp frá mér hún er líka ein spena. Silla sem er hálf ónýt gegnur svo oft á fengitíma. Bolla vegna aldurs. ![]() Þessi er settur á hjá okkur og er undan Maístjörnu og Guffa. Hann er 87 stig.52 kg 34 í ómv, 2,9 ómf, 4,5 lag. fótl 107 8 8,5 9 9,5 9 18,5 8 8 8,5 ![]() Þessi verður settur á undan Garra og Svört frá Sigga í Tungu. Hann er þrílembingur og setur Siggi aðra gimbrina á og Óttar fær hina. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu. Sláturbílinn kom svo í gær og fóru 37 lömb frá okkur svo núna verður það næsti spenningur að bíða eftir sláturmatinu. Við setjum 18 gimbrar á og Bói setur 5 gimbrar og Jóhanna 1 gimbur. Ég minni svo á hrútasýningu veturgamla sem verður haldinn á Mýrum kl 17:00 á þriðjudaginn 30 sept sjá nánar hér inni 123.is/bui Flettingar í dag: 2059 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1558702 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is